Hinn eftirlýsti verður sendur til Póllands vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 15:59 Maðurinn var dæmdur í nóvember 2018 fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða brotaþolans. vísir Sebastian Kozlowski, sem lýst var eftir af lögreglu í gær, verður sendur til Póllands til að sæta fangelsisvist vegna stórfelldrar líkamsárásar sem leiddi til dauða brotaþola. Hann var dæmdur fyrir málið í nóvember 2018 en hann kom hingað til lands árið 2019 til þess að hefja nýtt líf. Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum. Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum.
Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07
Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26