Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 15:04 Tuttugu og fjórir verkamenn frá Austur-Evrópu bjuggu í húsnæðinu og hafðist hluti þeirra við í litlum timburkössum sem voru metnir auðbrennanlegt drasl af skökkviliði. vísir/vilhelm Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þorkell Kristján Guðgeirsson var ákærður fyrir svonefnt hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hann lét smíða búseturými, sem fulltrúar slökkviliðsins lýstu sem „svefnskápum“, fyrir erlenda starfsmenn starfsmannaleigu sinnar í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 þar sem brunavarnir voru ekki til staðar eða þeim verulega áfátt. Eftirlitsmenn sem skoðuðu húsnæðið að beiðni lögreglu í febrúar 2018 töldu bráða íkveikjuhættu í húsinu. Við aðalmeðferð málsins sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að það væri í „sama kálgarði“ og bruninn mannskæði á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í fyrra. „Við gerðum þetta í algerri neyð“ Í ákæru var Þorkatli Kristjáni gefið að sök að hafa með þessu stefnt lífi og heilsu 24 starfsmanna leigunnar í augljósa hættu í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt. Starfsmennirnir eru taldir hafa dvalið í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið frá lokum árs 2017 fram á árið 2018. Þorkell Kristján tók ekki beina afstöðu til sakarefnisins við þingfestingu eða aðalmeðferð málsins. Þar sagði hann málið of „flókið“ til að hann gæti svarað já eða nei. Hafnaði hann því að hafa hagnast fjárhagslega á húsnæðinu. Bar Þorkell Kristján við húsnæðisskorti sem ástæðu fyrir því að hýsa starfsmennina við þessar aðstæður við aðalmeðferðina. Fullyrti hann að búsetuúrræðið hefði aðeins verið til algerra bráðabirgða og að til hafi staðið að flytja starfsmennina annað einmitt þegar lögregla kom fyrst á staðinn. „Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði hann. Fulltrúi slökkviliðsins sem gaf skýrslu við aðalmeðferðina sagði þó að þeir erlendu starfsmenn sem voru í húsinu þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði hefðu sagt að verið væri að smíða fleiri svefnskápa og að fleiri starfsmenn væru væntanlegir til dvalar þar. Starfsmannaleigan 2findjob ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í apríl árið 2019 og félag hans Smíðaland sem leigði húsnæðið fór sömu leið það ár. Þorkell Kristján er búsettur í Noregi og gaf skýrslu við aðalmeðferðina í gegnum fjarfundarbúnað. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Fangelsisrefsingin er skilorðbundin til tveggja ár og var Þorkell Kristján jafnframt dæmdur til að greiða málsvarnarlaun sem nema rúmri milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Slökkvilið Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12. maí 2021 15:36 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þorkell Kristján Guðgeirsson var ákærður fyrir svonefnt hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hann lét smíða búseturými, sem fulltrúar slökkviliðsins lýstu sem „svefnskápum“, fyrir erlenda starfsmenn starfsmannaleigu sinnar í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 þar sem brunavarnir voru ekki til staðar eða þeim verulega áfátt. Eftirlitsmenn sem skoðuðu húsnæðið að beiðni lögreglu í febrúar 2018 töldu bráða íkveikjuhættu í húsinu. Við aðalmeðferð málsins sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að það væri í „sama kálgarði“ og bruninn mannskæði á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í fyrra. „Við gerðum þetta í algerri neyð“ Í ákæru var Þorkatli Kristjáni gefið að sök að hafa með þessu stefnt lífi og heilsu 24 starfsmanna leigunnar í augljósa hættu í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt. Starfsmennirnir eru taldir hafa dvalið í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið frá lokum árs 2017 fram á árið 2018. Þorkell Kristján tók ekki beina afstöðu til sakarefnisins við þingfestingu eða aðalmeðferð málsins. Þar sagði hann málið of „flókið“ til að hann gæti svarað já eða nei. Hafnaði hann því að hafa hagnast fjárhagslega á húsnæðinu. Bar Þorkell Kristján við húsnæðisskorti sem ástæðu fyrir því að hýsa starfsmennina við þessar aðstæður við aðalmeðferðina. Fullyrti hann að búsetuúrræðið hefði aðeins verið til algerra bráðabirgða og að til hafi staðið að flytja starfsmennina annað einmitt þegar lögregla kom fyrst á staðinn. „Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði hann. Fulltrúi slökkviliðsins sem gaf skýrslu við aðalmeðferðina sagði þó að þeir erlendu starfsmenn sem voru í húsinu þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði hefðu sagt að verið væri að smíða fleiri svefnskápa og að fleiri starfsmenn væru væntanlegir til dvalar þar. Starfsmannaleigan 2findjob ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í apríl árið 2019 og félag hans Smíðaland sem leigði húsnæðið fór sömu leið það ár. Þorkell Kristján er búsettur í Noregi og gaf skýrslu við aðalmeðferðina í gegnum fjarfundarbúnað. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Fangelsisrefsingin er skilorðbundin til tveggja ár og var Þorkell Kristján jafnframt dæmdur til að greiða málsvarnarlaun sem nema rúmri milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Slökkvilið Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12. maí 2021 15:36 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05
Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12. maí 2021 15:36
„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31
Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01
Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54