Hátt í tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 20:20 Metfjöldi nemenda stundaði nám við skólann á síðasta skólaári. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Umsóknir um nám við skólann hafa aldrei verið fleiri, ef frá er talið síðasta skólaár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira