Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 07:04 Árið 2018, þegar allt lék enn í lyndi. AP/Matt Dunham Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira