Sarri reykir af miklum móð og til að tilkynna um komu hans birti Lazio mynd af sígarettu á Twitter-síðu sinni.
— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) June 9, 2021
Sarri var síðast við stjórnvölinn hjá Juventus en hann gerði liðið að ítölskum meisturum tímabilið 2019-20. Þar áður stýrði hann Chelsea og undir hans stjórn vann liðið Evrópudeildina 2019.
Hinn 62 ára Sarri skrifaði undir tveggja ára samning við Lazio. Liðið endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki í Meistaradeild Evrópu.
Inzaghi stýrði Lazio í fimm ár (2016-21). Á þeim tíma varð liðið bikarmeistari og vann ítölsku meistarakeppnina tvisvar sinnum.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.