Herinn mun bólusetja spænsku landsliðsmennina fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 11:31 David De Gea og félagar í spænska landsliðinu hafa ekki getað æft saman í síðustu vikunni fyrir EM. EPA-EFE/Pablo Garcia Leikmenn spænska knattspyrnulandsliðsins munu allir fá bólusetningu fyrir Evrópumótið en tveir leikmenn hafa þegar fengið kórónuveiruna á síðustu dögum. Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira