Konur á Spáni mótmæla kynbundnu ofbeldi Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2021 14:42 Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Getty/Jesus Merida Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar. Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar.
Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira