Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:16 Jeff Bezos er einn ríkasti maður í heimi. Þegar hann fer út í geim er mjög líkegt að hann verði ríkasti maður í geimi. Jonathan Newton / The Washington Post via Getty Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum. The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021 Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina. Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins. Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Geimurinn Bandaríkin Amazon Tengdar fréttir Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum. The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021 Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina. Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins. Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos)
Geimurinn Bandaríkin Amazon Tengdar fréttir Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40