Í fyrsta sinn í sögunni töpuðu bæði liðin síðasta leik sínum fyrir úrslitaeinvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 14:00 Agnar Smári Jónsson tók út leikbann í síðasta leik Valsmanna og er því eini leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu sem hefur ekki tapað leik í þessari úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú. Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira