Segist hafa fallið á lyfjaprófi vegna þess að hún borðaði svínakjöt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Shelby Houlihan komst í úrslit í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum. getty/Stephen McCarthy Bandaríska hlaupakonan Shelby Houlihan hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna notkunar ólöglegra lyfja. Hún segir að vefja með svínakjöti sem hún borðaði kvöldið fyrir lyfjaprófið hafi orsakað það að hún féll á því. Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira