„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 22:40 Sjálfstæðiskonur eru ekki sáttar með nýjasta útspil Haralds. vísir/samsett Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. Haraldur sagðist ekki mundu þiggja annað sæti á lista flokksins tapi hann oddvitaslagnum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi um næstu helgi. Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins og sitjandi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margar þekktar Sjálfstæðiskonur hafa tjáð sig um yfirlýsingar Haralds á samfélagsmiðlum í dag og segja þær helst vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Sama útspil og árið 2013 Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrst Sjálfstæðiskvenna til að tjá sig um þessar vendingar í prófkjöri kjördæmis síns. Hún rifjaði það upp að Haraldur hefði áður beitt sömu taktík. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu árið 2013 sóttust bæði hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Þá lýsti Haraldur því yfir á kjördæmisþingi að annaðhvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. Rósa segist þá hafa hugsað með sér að fólk yrði að ráða því sjálft á hvaða forsendum það hellti sér út í pólitíkina þó henni hafi þótt þetta ómerkilegt af Haraldi. Yfirlýsingar hans í dag vekja þó upp spurningu hjá henni: „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Borgarfulltrúar og bæjarstjórar taka undir Og þetta virðast þær Sjálfstæðiskonur sem tjá sig um málið í dag helst telja að sé vandamálið – það að Haraldur sé hræddur um að tapa fyrir konu: „Ég get ekki orða bundist. Hvílík og önnur eins frekja og fýlustjórnun gagnvart kjördæminu. Haraldur gefur kost á sér gegn varaformanni og ráðherra sem vill svo til að er kona. Honum finnst það slík höfnun ef kjördæmið velur hana í fyrsta sæti umfram hann að hann hótar að hætta fari svo,“ skrifar Nanna Kristín Tryggvadóttir. Hún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í prófkjöri hennar í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Viðbrögð við færslu Nönnu standa ekki á sér því þekktar Sjálfstæðiskonur smella læki við færsluna til að taka undir með henni, eða að minnsta kosti lýsa yfir ánægju með að hún tjái sig um málið. Þar má til dæmis nefna Völu Pálsdóttur, formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, borgarfulltrúana Katrínu Atladóttur og Hildi Björnsdóttur og Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Harald einnig og lýsir yfir stuðningi sínum við Þórdísi Kolbrúnu: „Hversu mikið aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“ Sigþrúður Ármann, sem hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er ósátt við Harald og segir „svona hótun“ honum ekki til sóma. „Mikið vildi ég óska þess að Haraldur tæki heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins framyfir eigin hag,“ skrifar hún. Haraldur klóri í bakkann Þá greinir Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Garðabæ til ellefu ára, útspil Haralds á Facebook hjá sér: „Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún. „Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir vill þá að konur taki höndum saman til að passa almennt upp á „kjarkmiklu konurnar sem nenna að taka til í stjórnmálaflokkunum“. Hún lýsir þar yfir stuðningi við Þórdísi Kolbrúnu. Sérstök staða Staðan sem er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu er nokkuð sérstök. Haraldur er oddviti kjördæmisins eins og er, sat í fyrsta sæti á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau eru einu þingmenn flokksins í kjördæminu. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Haraldur sagðist ekki mundu þiggja annað sæti á lista flokksins tapi hann oddvitaslagnum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi um næstu helgi. Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins og sitjandi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margar þekktar Sjálfstæðiskonur hafa tjáð sig um yfirlýsingar Haralds á samfélagsmiðlum í dag og segja þær helst vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Sama útspil og árið 2013 Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrst Sjálfstæðiskvenna til að tjá sig um þessar vendingar í prófkjöri kjördæmis síns. Hún rifjaði það upp að Haraldur hefði áður beitt sömu taktík. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu árið 2013 sóttust bæði hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Þá lýsti Haraldur því yfir á kjördæmisþingi að annaðhvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. Rósa segist þá hafa hugsað með sér að fólk yrði að ráða því sjálft á hvaða forsendum það hellti sér út í pólitíkina þó henni hafi þótt þetta ómerkilegt af Haraldi. Yfirlýsingar hans í dag vekja þó upp spurningu hjá henni: „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Borgarfulltrúar og bæjarstjórar taka undir Og þetta virðast þær Sjálfstæðiskonur sem tjá sig um málið í dag helst telja að sé vandamálið – það að Haraldur sé hræddur um að tapa fyrir konu: „Ég get ekki orða bundist. Hvílík og önnur eins frekja og fýlustjórnun gagnvart kjördæminu. Haraldur gefur kost á sér gegn varaformanni og ráðherra sem vill svo til að er kona. Honum finnst það slík höfnun ef kjördæmið velur hana í fyrsta sæti umfram hann að hann hótar að hætta fari svo,“ skrifar Nanna Kristín Tryggvadóttir. Hún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í prófkjöri hennar í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Viðbrögð við færslu Nönnu standa ekki á sér því þekktar Sjálfstæðiskonur smella læki við færsluna til að taka undir með henni, eða að minnsta kosti lýsa yfir ánægju með að hún tjái sig um málið. Þar má til dæmis nefna Völu Pálsdóttur, formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, borgarfulltrúana Katrínu Atladóttur og Hildi Björnsdóttur og Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Harald einnig og lýsir yfir stuðningi sínum við Þórdísi Kolbrúnu: „Hversu mikið aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“ Sigþrúður Ármann, sem hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er ósátt við Harald og segir „svona hótun“ honum ekki til sóma. „Mikið vildi ég óska þess að Haraldur tæki heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins framyfir eigin hag,“ skrifar hún. Haraldur klóri í bakkann Þá greinir Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Garðabæ til ellefu ára, útspil Haralds á Facebook hjá sér: „Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún. „Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir vill þá að konur taki höndum saman til að passa almennt upp á „kjarkmiklu konurnar sem nenna að taka til í stjórnmálaflokkunum“. Hún lýsir þar yfir stuðningi við Þórdísi Kolbrúnu. Sérstök staða Staðan sem er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu er nokkuð sérstök. Haraldur er oddviti kjördæmisins eins og er, sat í fyrsta sæti á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau eru einu þingmenn flokksins í kjördæminu. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira