Hékk úr loftinu fyrir framan þúsund áhorfendur eftir að búnaðurinn bilaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:30 Mosfellingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir er nýjasti gesturinn í þættinum Á rúntinum. Tónlistarkonan Greta Salóme virðist alltaf vera á fullu, hvort sem það sé að spila tónlist hér og þar, breyta sumarbústað eða taka ræktina með trompi þá er hún alveg létt ofvirk og á erfitt með að gera ekki neitt. Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme Á rúntinum Tónlist Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme
Á rúntinum Tónlist Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira