Lágstemmd hátíðarhöld á morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 17:56 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan árið 2019. Friðrik Þór Halldórsson Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir. Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi. 17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi.
17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira