Erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:06 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu í landshlutanum. Vísir/Egill Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna. Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira