Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 15:43 Héraðsdómur Reykjavíkur Vilhelm/Vísir Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira