Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Stúlkurnar fóru út á vatnið snemma í morgun á uppblásnum bát, sem fylltist af vatni. Vísir/Vilhelm Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.” Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.”
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira