Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Stúlkurnar fóru út á vatnið snemma í morgun á uppblásnum bát, sem fylltist af vatni. Vísir/Vilhelm Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.” Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.”
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira