Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 13:47 Geðraskanir á borð við þunglyndi eru algeng ástæða þess að fólk dettur af vinnumarkaði. Vandinn liggur fyrir en úrræðin skortir. Stéttarfélög niðurgreiða sjálfræðiþjónusta en það gerir ríkið ekki sem þýðir að einungis hinir ríku og þeir sem eru á vinnumarkaði geta nýtt sér sálfræðiþjónustu. vísir/GETTY Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur. Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón. Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón.
Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira