Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2021 07:43 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn herforingjastjórninni í Mjanmar í gær. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. Þá samþykkti allsherjarþing SÞ ályktun þar sem mjanmarski herinn er fordæmdur vegna valdaránsins, þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins var bolað frá völdum í febrúar. Þá var kallað eftir því að herinn sleppti pólitískum föngum lausum, þar á meðal Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins. Þá eigi að vera bundinn endir á ofbeldi gegn friðsælum mótmælendum. Ályktunin er ekki bindandi í laganna skilningi en er talin þrunginn pólitískri merkingu. „Hættan á útbreiddu borgarastríði er raunveruleg,“ sagði Christine Schraner Burgener, sérstakur sendiherra SÞ í Mjanmar, á fundi allsherjarþingsins. „Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er. Með hverjum klukkutíma sem líður verður erfiðara að koma lýðræðinu aftur á.“ Lýðræðissinnar mótmæla herforingjastjórninni í Mjanmar í maí.EPA-EFE/STRINGER 119 ríki studdu ályktunina en Hvíta-Rússland var eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn ályktuninni. 36 önnur ríki sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Rússland og Kína, sem eru þau tvö ríki sem eiga í mestum vopnaviðskiptum við Mjanmar. Mörg þeirra ríkja sem sátu hjá sögðu málið innanríkismál Mjanmar, en önnur gagnrýndu að í ályktuninni væri hvergi minnst á blóðuga aðför hersins gegn Róhingja-múslimum fyrir fjórum árum síðan þegar tæp milljón manns þurfti að flýja landið. Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, gagnrýndi hve langan tíma það tók allsherjarþingið að samþykkja „útþynnta“ ályktunina, eins og hann kallaði hana. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Sjá meira
Þá samþykkti allsherjarþing SÞ ályktun þar sem mjanmarski herinn er fordæmdur vegna valdaránsins, þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins var bolað frá völdum í febrúar. Þá var kallað eftir því að herinn sleppti pólitískum föngum lausum, þar á meðal Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins. Þá eigi að vera bundinn endir á ofbeldi gegn friðsælum mótmælendum. Ályktunin er ekki bindandi í laganna skilningi en er talin þrunginn pólitískri merkingu. „Hættan á útbreiddu borgarastríði er raunveruleg,“ sagði Christine Schraner Burgener, sérstakur sendiherra SÞ í Mjanmar, á fundi allsherjarþingsins. „Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er. Með hverjum klukkutíma sem líður verður erfiðara að koma lýðræðinu aftur á.“ Lýðræðissinnar mótmæla herforingjastjórninni í Mjanmar í maí.EPA-EFE/STRINGER 119 ríki studdu ályktunina en Hvíta-Rússland var eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn ályktuninni. 36 önnur ríki sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Rússland og Kína, sem eru þau tvö ríki sem eiga í mestum vopnaviðskiptum við Mjanmar. Mörg þeirra ríkja sem sátu hjá sögðu málið innanríkismál Mjanmar, en önnur gagnrýndu að í ályktuninni væri hvergi minnst á blóðuga aðför hersins gegn Róhingja-múslimum fyrir fjórum árum síðan þegar tæp milljón manns þurfti að flýja landið. Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, gagnrýndi hve langan tíma það tók allsherjarþingið að samþykkja „útþynnta“ ályktunina, eins og hann kallaði hana.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Sjá meira
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15