Fólk verði að tilkynna grun um mansal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 22:07 Karl Steinar Valsson er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglan Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis. Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis.
Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira