Krefjast 12 milljóna króna af Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:57 Einar Tómasson og Margrét Þ. E. Einarsdóttir krefjast samtals 12 milljóna króna í miskabætur frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Vilhelm Hin nítján ára gamla Margrét Þ. E. Einarsdóttir og faðir hennar Einar Björn Tómasson hafa stefnt Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar bæjarfélagsins í máli Margrétar. Margrét krefst þess að Seltjarnarnesbær greiði henni níu milljónir króna í miskabætur og Einar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki. Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki.
Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30