Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 22. júní 2021 19:10 Dræm mæting var í bólusetningar í dag. vísir/vilhelm Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. „Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
„Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira