„Óli Jó gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 09:01 Ólafur Jóhannesson hefur unnið titla með bæði FH og Val. Skjámynd/S2 Sport Ólafur Jóhannesson er tekinn við FH-liðinu á ný og stýrir því í fyrsta sinn í Mjólkurbikarleik í kvöld. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu meðal annars endurkomu Ólafs í Kaplakrika. Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira