Eitt af alengustu vandamálum í samböndum eru vandamál tengd fjármálum enda er vel þekkt að fjárhagsáhyggjur og álag tengt þeim geta lagst mjög þungt á einstaklinga.
Stór partur af vandamálum af þessum toga í samböndum getur stafað að einhverju leyti vegna samskiptaerfiðleika sem vel væri hægt að koma í veg fyrir.
Það er fátt eins órómantískt og að ræða um fjármál í ástarsambandinu sínu en á sama tíma nauðsynlegt. Hvort sem að fólk sé með aðskilinn fjárhag eða ekki þá ætti að vera mikilvægt að allt sé uppi á borðum og einstaklingar séu samstíga um stórar fjárhagslegar ákvarðanir.
Spurning vikunnar kemur út frá þessum hugleiðingum og er að þessu sinni beint til allra þeirra sem hafa verið í sambandi.
Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér.