Varnargarður rís í Nátthaga Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 10:03 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Í gær lauk framkvæmdum við leiðigarð sem er syðst við Geldingadali. Sá garður beinir hraunrennsli úr Geldingadölum frá Nátthagakrika og áfram niður í Nátthaga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátthagakrika. Frá Nátthagakrika opnast landslagið meira í átt að mikilvægum innviðum sem eru vestan og norðan svæðisins. Þegar framkvæmdir hófust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraunrennslis á svæðinu. Eftir að hraunrennslið hætti var unnt að klára framkvæmdina eins og lagt var upp með í upphafi og er garðurinn nú um fimm metra hár og 200 metra langur. Miðað við núverandi virkni í eldgosinu mun hraunrennsli, að öllum líkindum, ná niður á Suðurstrandarveg í gegnum Nátthaga á næstu vikum. Eftir samráð við hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að setja upp lágan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Garðurinn verður þriggja til fimm metra hár og honum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Með þessari ráðstöfun verður hægt að safna meira af hrauni í Nátthaga. Þannig verður vonandi hægt að halda Suðurstrandarvegi opnum nokkuð lengur en í stefndi. Um leið mun hann seinka hraunrennsli yfir ljósleiðara sem er á þessum slóðum og jörðina Ísólfsskála. Að óbreyttu mun hraunrennslið á endanum fara yfir garðinn og fela ummerki hans á leið sinni til sjávar. Í síðustu viku var tilkynnt að fallið hafi verið frá því að setja upp varnargarð á sömu slóðum en sá garður átti að vera mun stærri og umfangsmeiri. Þar réð mestu umfang framkvæmda, kostnaður og sú staðreynd að á endanum muni flæða yfir varnargarðinn ef eldgosið varir í lengri tíma. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Í gær lauk framkvæmdum við leiðigarð sem er syðst við Geldingadali. Sá garður beinir hraunrennsli úr Geldingadölum frá Nátthagakrika og áfram niður í Nátthaga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátthagakrika. Frá Nátthagakrika opnast landslagið meira í átt að mikilvægum innviðum sem eru vestan og norðan svæðisins. Þegar framkvæmdir hófust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraunrennslis á svæðinu. Eftir að hraunrennslið hætti var unnt að klára framkvæmdina eins og lagt var upp með í upphafi og er garðurinn nú um fimm metra hár og 200 metra langur. Miðað við núverandi virkni í eldgosinu mun hraunrennsli, að öllum líkindum, ná niður á Suðurstrandarveg í gegnum Nátthaga á næstu vikum. Eftir samráð við hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að setja upp lágan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Garðurinn verður þriggja til fimm metra hár og honum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Með þessari ráðstöfun verður hægt að safna meira af hrauni í Nátthaga. Þannig verður vonandi hægt að halda Suðurstrandarvegi opnum nokkuð lengur en í stefndi. Um leið mun hann seinka hraunrennsli yfir ljósleiðara sem er á þessum slóðum og jörðina Ísólfsskála. Að óbreyttu mun hraunrennslið á endanum fara yfir garðinn og fela ummerki hans á leið sinni til sjávar. Í síðustu viku var tilkynnt að fallið hafi verið frá því að setja upp varnargarð á sömu slóðum en sá garður átti að vera mun stærri og umfangsmeiri. Þar réð mestu umfang framkvæmda, kostnaður og sú staðreynd að á endanum muni flæða yfir varnargarðinn ef eldgosið varir í lengri tíma.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent