Lífið

Listval opnar nýtt sýningarrými á Granda

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen standa að baki fyrirtækinu Listval
Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen standa að baki fyrirtækinu Listval Aðsent

Listval, nýtt sýningarrými opnar á Hólmaslóð 6, laugardaginn 26. júní milli 16 og18 en það eru þær Elísabet Alma Svendsen og Helga Björg Kjerúlf sem standa á bakvið Listval.

Listval hefur undanfarin tvö ár verið leiðandi í myndlistarráðgjöf fyrir heimili og fyrirtæki. Rýmið á Hólmaslóð verður aðsetur Listvals þar sem fólk getur komið og skoðað fjölbreytta myndlist og fengið persónulega ráðgjöf við val á verkum. Markmið Listvals er að stuðla að meiri sýnileika myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist.

Í tilefni opnunar rýmisins verða til sýnis verk eftir yfir þrjátíu samtímalistamenn, má þar nefna Shoplifter / Hrafnhildi Arnardóttur, Huldu Vilhjálmsdóttur, Áslaugu Írisi, Steingrím Gauta, Harald Jónsson, Bjarka Bragason og fleiri. Þá mun Sigga Björg Sigurðardóttir gera veggverk á gafl hússins.

Úr nýju sýningarrými Listvals.Aðsent

Samhliða opnun verður ný heimasíða Listvals sett í loftið, www.listval.is, en þar eru verk listamanna einnig til sýnis og sölu.


Tengdar fréttir

Leið til að færa myndlistina nær fólki

Elísabet Alma Svendsen starfar við að aðstoða fólk og fyrirtæki við að velja myndlist. Hún fékk á dögunum þá hugmynd að kynna íslenska listamenn í gegnum Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.