„Partíið er byrjað“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 20:00 Guðvarður Gíslason, Andrea Jónsdóttir og Jón Bjarni Steinsson. STÖÐ2 Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira