Forsætisráðherra undirbýr úttekt á aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 18:35 Forsætisráðherra telur mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hér á landi verði gerðar upp. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mikilvægt að gerð verði úttekt á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum og að dreginn verði lærdómur af honum. Endanlegt fyrirkomulag úttektarinnar liggur ekki fyrir, en ráðherra lítur til nágrannalanda okkar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hafið undirbúning að vinnu við úttekt á aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Finnlandi og Noregi hafa stjórnvöld komið á fót óháðum nefndum til að gera slíka úttekt. Í Danmörku hefur þingið þá ráðist í skoðun á aðgerðum þar í landi. „Það er mitt mat að við eigum að fara í slíka úttekt hér á Íslandi því það skiptir náttúrulega miklu máli að draga einhverja lærdóma af svona reynslu og fara yfir það í raun og veru hvernig stjórnkerfið virkaði og hvernig samstarfs ólíkra aðila gekk,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að faraldurinn verði gerður upp, hvort sem aðeins verði litið til sóttvarnaaðgerða eða einnig annarra þátta, til að mynda efnahagslegra aðgerða. „Þetta hefur auðvitað verið svo stórt og mikið og kallað á margháttaðar aðgerðir og mikið samstarf ólíkra aðila. Þannig að ég held að það skipti miklu að fara yfir bæði hvað gekk vel en líka hvað má betur fara og hvaða lærdóma við getum dregið.“ Undirbúningur við úttektina er hafinn, en endanleg útfærsla mun ekki liggja fyrir fyrr en síðar í sumar. „Það er að segja hvort eingöngu er verið að skoða sóttvarnir, eða stærri og breiðari mynd og virkni stjórnkerfisins.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hafið undirbúning að vinnu við úttekt á aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Finnlandi og Noregi hafa stjórnvöld komið á fót óháðum nefndum til að gera slíka úttekt. Í Danmörku hefur þingið þá ráðist í skoðun á aðgerðum þar í landi. „Það er mitt mat að við eigum að fara í slíka úttekt hér á Íslandi því það skiptir náttúrulega miklu máli að draga einhverja lærdóma af svona reynslu og fara yfir það í raun og veru hvernig stjórnkerfið virkaði og hvernig samstarfs ólíkra aðila gekk,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að faraldurinn verði gerður upp, hvort sem aðeins verði litið til sóttvarnaaðgerða eða einnig annarra þátta, til að mynda efnahagslegra aðgerða. „Þetta hefur auðvitað verið svo stórt og mikið og kallað á margháttaðar aðgerðir og mikið samstarf ólíkra aðila. Þannig að ég held að það skipti miklu að fara yfir bæði hvað gekk vel en líka hvað má betur fara og hvaða lærdóma við getum dregið.“ Undirbúningur við úttektina er hafinn, en endanleg útfærsla mun ekki liggja fyrir fyrr en síðar í sumar. „Það er að segja hvort eingöngu er verið að skoða sóttvarnir, eða stærri og breiðari mynd og virkni stjórnkerfisins.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira