„Við urðum bara kærulaus“ Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 19:49 Becky Estill í viðtali við Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið/skjáskot Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira
Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira