„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 14:31 Geir Ólafsson söngvari var gestur í Bítinu í dag. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira