„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 14:31 Geir Ólafsson söngvari var gestur í Bítinu í dag. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira