Lífið

„Grensársvegur“ verður ekki lengi uppi

Samúel Karl Ólason skrifar
IMG_8459
Vísir/Sigurjón

Búið er að panta nýtt götuskilti eftir að stafsetningarvilla á nýju götuskilti við Grensásveg kom í ljós. Mistökin hafa vakið mikla athygli netverja á undanförnum sólarhring.

Á skiltinu stendur Grensársvegur, sem á að vera Grensásvegur.

Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Gunnari Hersveini, verkefnastjóra miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, að skiltið hafi nýlega verið sett upp og að mistökin hafi komið fljótt í ljós.

Búið sé að panta nýtt skilti og það verði sett upp á næstunni.

RÚV segir sömuleiðis að Grensásvegur sé kenndur við jörðina Grensás sem hafi legið austur af Kringlumýri á árum áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.