Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 23:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, gagnrýnir Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana fyrir að hafa hent leghálssýnum kvenna með einkenni leghálskrabbameins. Vísir Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. „Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira