Lífið

Sumarleyfislag Bítisins 2021: „Farinn í fríið“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Farinn í fríið er Sumarleyfislag Bítisins árið 2021.
Farinn í fríið er Sumarleyfislag Bítisins árið 2021. Bítið

Sumarleyfislag Bítisins á Bylgjunni fyrir árið 2021 var spilað í þætti dagsins. Lagið Farinn í fríið syngur Gulli Helga ásamt Völu Eiríks pródúsents þáttarins og Lilju Katrínar Gunnarsdóttir sem er augnablikinu í sumarafleysingum í þættinum. 

Um er að ræða íslenskan sumartexta við lagið Walking On Sunshine. Gulli sagði reyndar að lagið ætti bara að spila einu sinni en klippan er nú auðvitað komin á Vísi og má heyra hér neðar í fréttinni.

Í tilefni af útgáfu lagsins bakaði Lilja Katrín kökusnillingur skemmtilega köku fyrir samstarfsfólkið.  Heimir er byrjaður í sumarfríi og Vala og Gulli fara í sumarfrí í þessari viku. Lilja Katrín mun því stjórna Bítinu á meðan ásamt reynsluboltanum Sigvalda Kaldalóns. 

Sumarleyfislag Bítisins 2021, Farinn í fríið, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Bítið - Sumarleyfislagið 2021: Farin í fríið

Farinn í fríið

  • Á morgun þarf ég ekk'að vakna dauðþreytt klukkan hálf sex.

  • Kannski ég sofi til níu og njóti morgunsins rólegs?
  • Ætti ég að bera á pallinn, mála húsið, eða gera eitthvað lítið???
  • Á meðan þið ákveðið þetta held ég áfram með Bítið.
  • Í fríið á morgun, vooó, í fríið á morgun, voooó, í fríið á morgun, voooó!
  • Og það verður snilld!!!
  • Ég pantaði flugið til Tene, en endaði í Vík. Veðurspáin sagði að hún yrði kyrr og sólrík!
  • Ég kíki kannski bara norður, í grill til mömm'og pabba.
  • Á meðan við Svali við fólkið höldum áfram að rabba.
  • Ég er farinn í fríið, vooó, í mánaðarfríið, voooó, í langþráða fríið, voooó.
  • Og ég mun skemmta mér!
  • Farin í fríið, farin í fríið. Farin í frí, farin í frí, farin í langþráð sumarfrí.
  • Farin í frí, farin í frí, það verður haugafyllerí.
  • Við komum aftur í ágúst, ó!

Tengdar fréttir

„Ég er feit og ég er einkaþjálfari“

„Það sem maður verður að hugsa fyrst er að álit annarra kemur manni ekkert við,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser árið 2017. Arna hefur síðustu misseri unnið sem grunnskólakennari en í dag starfar hún sem þjálfari og notar samfélagsmiðla til þess að vera öðrum fyrirmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.