Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 12:14 Kim Jong-un ávarpar forsætisrnefnd Verkamannaflokks Norður-Kóreu, Þar úthúðaði hann hátt settum embættismönnum fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og sinnuleysi í glímunni við faraldurinn. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05
Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32