Kviknað í bænum eftir röð hitameta Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 08:39 Hitabylgjan á vesturströnd Norður-Ameríku hefur leikið fólk grátt. Sjúkraliðar huga að manni sem hitinn hefur borið ofurliði í garði í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. AP/Colin Mulvany/The Spokesman-Review Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. „Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
„Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu.
Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54