Auka vernd uppljóstrara hjá Reykjavíkurborg Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 18:27 Ráðhúsið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi. Það felur í sér að lög um vernd uppljóstrara hafa verið innleidd með reglum, verklagsreglum og uppljóstrunargátt. Í tilkynningu frá borginni segir að í raun sé gengið lengra en lög kveði á um. Reglur Reykjavíkur voru unnar af mannauðs- og starfsumhverfissviði og í samráði við mannréttinda-, nýsköpunar, og lýðræðisráð borgarinnar. Þá er verið að innleiða uppljóstrunargátt sem sögð er eiga að stuðla að öruggum samskiptum við uppljóstrara og gefa fólki tækifæri á að skila nafnlausum ábendingum á öruggan hátt. „Lögð er rík áhersla á að misferli verði ekki liðið innan borgarinnar og að öll mál verði skoðuð og brugðist við á viðeigandi hátt. Einnig er markmið verklagsins að vernda starfsmenn, sem í góðri trú greina frá slíkri háttsemi. Starfsmaður hefur rétt á að vita í hvaða ferli málefni er uppljóstrun varðar er innan við mánuði frá tilkynningu,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Ætlað að auka traust Þar er einnig haft eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, að verndun uppljóstrara snúist um aukið aðhald með lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum. Einnig að tryggja almannahagsmuni og stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. „Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur með sinni innleiðingu enn lengra en lögin um vernd uppljóstrara kveða á um með reglum, verkferlum og nýrri uppljóstrunargátt. Gáttin á að tryggja örugg samskipti við uppljóstrara þar sem hægt verður að senda inn nafnlausar ábendingar. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna.“ Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að í raun sé gengið lengra en lög kveði á um. Reglur Reykjavíkur voru unnar af mannauðs- og starfsumhverfissviði og í samráði við mannréttinda-, nýsköpunar, og lýðræðisráð borgarinnar. Þá er verið að innleiða uppljóstrunargátt sem sögð er eiga að stuðla að öruggum samskiptum við uppljóstrara og gefa fólki tækifæri á að skila nafnlausum ábendingum á öruggan hátt. „Lögð er rík áhersla á að misferli verði ekki liðið innan borgarinnar og að öll mál verði skoðuð og brugðist við á viðeigandi hátt. Einnig er markmið verklagsins að vernda starfsmenn, sem í góðri trú greina frá slíkri háttsemi. Starfsmaður hefur rétt á að vita í hvaða ferli málefni er uppljóstrun varðar er innan við mánuði frá tilkynningu,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Ætlað að auka traust Þar er einnig haft eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, að verndun uppljóstrara snúist um aukið aðhald með lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum. Einnig að tryggja almannahagsmuni og stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. „Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur með sinni innleiðingu enn lengra en lögin um vernd uppljóstrara kveða á um með reglum, verkferlum og nýrri uppljóstrunargátt. Gáttin á að tryggja örugg samskipti við uppljóstrara þar sem hægt verður að senda inn nafnlausar ábendingar. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna.“
Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira