„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 21:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöll í dag til að fá síðari bóluefnaskammtinn. Vísir Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist. „Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira