Uppgjör rafborgarbílanna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júlí 2021 07:01 Renault ZOE. Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafborgarbílana Renault Zoe og Volkswagen e-Up!. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hvor sé betri. Ofanritaður er meðvitaður um að einhverjir bílar sem áður hafa verið teknir til kostanna í reynsluakstri kynnu eftir á að hyggja að falla í þennan flokk rafborgarbíla. Efst í huga mér er Mini Cooper SE, sem er sannarlega lítill rafbíll en var settur í flokk rafhlaðbaka. Því verður ekki breytt úr þessu. Volkswagen e-Up! Samanburður Renault Zoe er rafborgarbíll eins og þeir gerast hvað bestir. Bíllinn kemur með næstum öllum þeim búnaði sem búast má við að rafbíll komi með, snertiskjár, leiðsögukerfi, start/stop takka og fleiru. Volkswagen e-Up! kemur á hinn bóginn nánast ekki með neinu hann er raunar með lykil sem snúið er í sviss til að setja bílinn í gang. Ekkert leiðsögukerfi og enginn snertiskjár. Það er því ekki erfitt að finna mun á þessum bílum. Þeir eru afar ólíkir. Hvað varðar virkni þeirra sem borgarbílar er hins vegar erfitt að gera á milli þeirra. Báðir eru liprir og snaggaralegir borgarbílar og virka vel sem slíkir. Það er afar erfitt að gera upp á milli þeirra á þeim vettvangi. Það er auðvelt að leggja þeim báðum og stærðarmunurinn er ekki mikill e-Up! er ögn styttri en það er allt og sumt. Þá er spurning hvort drægni og hleðsla getur verið notuð til að gera upp á milli þeirra. Drægni e-Up! er 180-260 kílómetrar eftir því hvaða útfærsla er valin. Drægnin er 383-395 í Zoe eftir því hvaða útfærsla er valin. Þar hefur Renault-inn klárlega vinninginn. Hleðslutími er einnig leið til að gera upp á milli þeirra. Zoe er hlaðinn í þriggja fasa heimahleðslu á 22 kW á 3 klukkustundum. Á meðan er e-Up! hlaðinn á 5 klukkustundum í sambærilegri stöð. Það er því klárt að Zoe vinnur þá baráttu. Fyrir utan skemmri hleðslutíma er hann líka með talsvert betri drægni. Renault Zoe rafmagnsbíllinn. Niðurstaða og verð Renault Zoe kostar frá 4.450.000 kr. á meðan Volkswagen e-Up! kostar frá 3.690.000 kr. Zoe tapar nokkrum ímynduðum stigum í glímunni við e-Up! í verði en meiri drægni, skemmri hleðslutími og betri, nútímalegri búnaður skilar Zoe eiginlega alslemmu. Það eina sem e-Up! hefur fram yfir Zoe er einfaldleikinn, það er ekki eins og Zoe sé flókinn en e-Up! er alveg einstaklega einfaldur sem kann að henta mörgum, en Zoe vinnur samanburðinn að mati ofangreinds, þrátt fyrir verðbilið. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent
Ofanritaður er meðvitaður um að einhverjir bílar sem áður hafa verið teknir til kostanna í reynsluakstri kynnu eftir á að hyggja að falla í þennan flokk rafborgarbíla. Efst í huga mér er Mini Cooper SE, sem er sannarlega lítill rafbíll en var settur í flokk rafhlaðbaka. Því verður ekki breytt úr þessu. Volkswagen e-Up! Samanburður Renault Zoe er rafborgarbíll eins og þeir gerast hvað bestir. Bíllinn kemur með næstum öllum þeim búnaði sem búast má við að rafbíll komi með, snertiskjár, leiðsögukerfi, start/stop takka og fleiru. Volkswagen e-Up! kemur á hinn bóginn nánast ekki með neinu hann er raunar með lykil sem snúið er í sviss til að setja bílinn í gang. Ekkert leiðsögukerfi og enginn snertiskjár. Það er því ekki erfitt að finna mun á þessum bílum. Þeir eru afar ólíkir. Hvað varðar virkni þeirra sem borgarbílar er hins vegar erfitt að gera á milli þeirra. Báðir eru liprir og snaggaralegir borgarbílar og virka vel sem slíkir. Það er afar erfitt að gera upp á milli þeirra á þeim vettvangi. Það er auðvelt að leggja þeim báðum og stærðarmunurinn er ekki mikill e-Up! er ögn styttri en það er allt og sumt. Þá er spurning hvort drægni og hleðsla getur verið notuð til að gera upp á milli þeirra. Drægni e-Up! er 180-260 kílómetrar eftir því hvaða útfærsla er valin. Drægnin er 383-395 í Zoe eftir því hvaða útfærsla er valin. Þar hefur Renault-inn klárlega vinninginn. Hleðslutími er einnig leið til að gera upp á milli þeirra. Zoe er hlaðinn í þriggja fasa heimahleðslu á 22 kW á 3 klukkustundum. Á meðan er e-Up! hlaðinn á 5 klukkustundum í sambærilegri stöð. Það er því klárt að Zoe vinnur þá baráttu. Fyrir utan skemmri hleðslutíma er hann líka með talsvert betri drægni. Renault Zoe rafmagnsbíllinn. Niðurstaða og verð Renault Zoe kostar frá 4.450.000 kr. á meðan Volkswagen e-Up! kostar frá 3.690.000 kr. Zoe tapar nokkrum ímynduðum stigum í glímunni við e-Up! í verði en meiri drægni, skemmri hleðslutími og betri, nútímalegri búnaður skilar Zoe eiginlega alslemmu. Það eina sem e-Up! hefur fram yfir Zoe er einfaldleikinn, það er ekki eins og Zoe sé flókinn en e-Up! er alveg einstaklega einfaldur sem kann að henta mörgum, en Zoe vinnur samanburðinn að mati ofangreinds, þrátt fyrir verðbilið.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent