Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2021 17:52 Guðmundur Óskar þakkar íslensku náttúrunni fyrir hlutverk sitt í tónleikunum, sýnileg út um gluggann. Undirritaður hefur ekki hugmynd um hver Pétur er. Hafliði Breiðfjörð Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði. Allir þurfa lágmark eitt svoleiðis kvöld á sumri, helst fleiri. Og það er ekki verra þegar Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson syngja ljúfa tóna, kveiktur er varðeldur og Guðmundur Óskar plokkar bassann eins og honum einum er lagið. Þúsundþjalasmiður með hatta og blæjubíl Undirritaður var svo heppinn að vera einn af tvö hundruð sem sóttu tónleika GÓSS í Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á föstudagskvöld. Aðdragandinn var stuttur, eins og svo oft áður. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolti.net og þúsundþjalasmiður, hafði boðið hatt að láni fyrir brúðkaup með hattaþema. Höfðinginn sem hann er skutlaði hattinum í vinnu undirritaðs á Suðurlandsbrautina og í umræðu um helgarplön minntist hann á tónleikana sem hann ætlaði að sækja. GÓSS og góð veðurspá? Fullkomin ástæða til að skella sér út úr bænum fyrstu helgina í júlí. Hafliði Breiðfjörð á Triumph Herald, árgerð 1963, sem hann notar heilmikið yfir sumarið. Vinur hans fékk bílinn lánaðan í brúðkaup á dögunum og Hafliði myndaði hjónin.Vísir/Vilhelm Það getur verið misjafnt hvernig maður er stemmdur síðdegis á föstudögum. Sú var tíðin að það var algjör undantekning að maður var ekki gíraður fyrir helgina. Djamm og djús, orkutankurinn fullur. Þennan föstudaginn var tankurinn hins vegar tómur og örlaði á pirringi. Engin augljós ástæða. Frúin minnir reyndar reglulega á mikilvægi svefnsins, réttilega. Það getur bara verið svo erfitt að leggja símann frá sér á kvöldin. Svo er maður stöðugt vælandi í krökkunum yfir símafíkninni. Gamla hræsnin. #Lífiðerljúft Eðlilega var bíll við bíl upp Ártúnsbrekkuna síðdegis föstudaginn 2. júlí. Það er ekki á hverjum degi sem spáin fyrir allt Ísland er sú sama, bongóblíða. Ef þú ert Íslendingur þá þarf að nýta sérhverja sólarstund og gera eitthvað magnað. Ef þú ert yngri en fimmtugur er nánast skrifað í lög að þú þarft að deila mynd af því á samfélagsmiðlum. Lífið er ljúft, #neveradullmoment og svo framvegis. Þessi mynd var sú fyrsta sem kom upp þegar ég leitaði undir myllumerkinu #neveradullmoment á Instagram. Þess vegna er hún hér. View this post on Instagram A post shared by John Daniel Dunn (@john_daniel_dunn) Það var ekkert ljúft við bílalestina út úr bænum, eftirvagnalestin væri kannski réttnefni - það er orðið vandræðalegt að vera á flakki á fólksbíl utanbæjar, eða löngu röðina í Bónus í Hveragerði. Eða þá staðreynd að maður getur ekki fengið kalda drykki í Vínbúðinni í Hveragerði. Það eru allavega ein rök fyrir að leyfa léttvín og bjór í verslunum. Hvítvínið og bjórinn væru í kæli. Krisp er veitingastaður sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en í morgunmatnum í vinnunni á föstudaginn. Selfyssingar mæltu með og fínt að prófa eitthvað annað en Kaffi krús, þann fína stað. Við þangað. Ekki skemmdi fyrir þegar ég hitti bekkjarsystur mína úr Landakoti sem rekur staðinn af myndarbrag. Ljúfur lax og sælkeraborgari runnu sína leið og orkustigið hækkaði. Úr að ofan Það eru örugglega 20 ár síðan ég beygði síðast inn á veginn inn í Þjórsárdal. Þá fórum við vinirnir í útilegu og heyrðum í fyrsta skipti minnst á Dabba nokkurn Grensás. Það var líka fyrstu helgina í júlí og ungmennafylleríið var í Þjórsárdal. Hvar það var núna veit ég ekki en meðalaldurinn í Ásbrekku var líklega í kringum fimmtíu árin. Fólk mætt í lopapeysunum sínum, margir með sama stílistann úr Farmers Market, til að njóta ljúfra tóna. Töfrandi tónleikastaður.Hafliði Breiðfjörð Aðkoman er ekki leiðinleg. Hlið sem minnir á búgarðinn í Dallas-þáttunum og augnabliki síðar birtist Guðmundur Óskar bassaleikari ber að ofan við hús á hægri hönd. Á vinstri hönd var búið að skreyta tréverk með ljósaperum. Við erum komin! Engir bílar samt og klukkutími í tónleika. Erum við fyrst? var fyrsta hugsun undirritaðs sem lagði bílnum og steig út bara til að komast að því að við áttum enn kílómetra í tónleikastaðinn. Þarna var hljómsveitin í góðu yfirlæti hjá landeigendum en það var aðeins upphitun í einkasamkvæmi. Áfram veginn fyrir kolsvartan almúgann. „Hvar er tjaldstæðið?“ kallaði einhver úr stuttri bílalest sem ég hafði teymt á rangan stað. „Í Árnesi“ kallaði Eva staðarhaldari af pallinum hjá sér. Já ok! Viðkomandi hafði reiknað með því að geta tjaldað í náttúrunni en ekki áttað sig á því að tónleikarnir fóru fram á einkalandi. Tjaldhælarnir yrðu að fara niður í Árnesi, sem er svo sem ekki langt í burtu. Dýr, kona og börn Við vorum ekki fyrst. Alls ekki. Örugglega fimmtíu bílum hafði verið lagt úti í móa og fólk með nestiskörfur að rölta áleiðis að fallegu bárujárnsrými sem einhvern tímann hefur eflaust verið hlaða. Þarna hélt GÓSS tónleika í fyrra og nú var komið að því að endurtaka leikinn. Guðmundur Óskar í GÓSS er greinilega handlaginn. Skiptir ekki máli hvort hamar eða bassi sé í hönd.Hafliði Breiðfjörð Það er alltaf gaman að skella sér á svona viðburði uppi í sveit. Það er gefið að maður muni hitta einhvern sem maður þekkir, lítið eða mikið. En þegar maður hittist á svona stöðum þá er spjallað, farið yfir veginn. Kærastan hitti gamlan vin sem hún hafði ekki séð í átján ár. Algjör kanameistari úr Verzló. Sá hafði horfið af yfirborði jarðar, þetta var fyrir Internet, en kom í ljós að uni hag sínum vel í sveitinni. Bjó svo til á næsta bæ. Er páfinn kaþólskur? var mögulegt svar þessa tónleikagestar þegar honum var boðið hvítvín.Hafliði Breiðfjörð „Ertu með dýr og svoleiðis?“ spurði kærastan forvitin. „Já, og konu og börn,“ svaraði gamli vinurinn að bragði og glotti. Fagnaðarfundir og ekki þeir einu þetta kvöldið. Þarna voru vinir og kunningjar úr ólíkum áttum, allir með von um yndislega kvöldstund í sveitinni og með það að markmiði að láta mýflugur á sveimi ekki trufla þau plön. Drykkur í hönd hjálpar og sólgleraugun sömuleiðis. Já, pirringurinn og orkuleysið í lok vinnudags voru á þessum tímapunkti gleymd og grafin. Sveitasælan hafði tekið völdin. Allir þurfa einn Ásgeir Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar mynda GÓSS, nafn sem er myndað úr upphafsstöfum liðsmanna. Ljúfir tónar lýsa vel þeirri stemmningu sem tríóið myndar en ekki síður hlý nærvera. Sigga Thorlacius á heima í sveitinni, þannig lagað séð. Hún býr náttúrulega í Reykjavík en er með hlýja nærveru eins og amma mín heitin. Yfirveguð, hógvær og hlý. Það smitar út frá sér á tónleikum sem þessum. Reyndar var fjórði maður sem sá til þess að allir gætu notið tónleikanna án of mikils skvaldurs. Ásgeir Guðmundsson kynnti sveitina til leiks bæði fyrir og eftir hlé. Hann var alveg skýr. Þetta væri ekki skvaldurkvöld heldur væri fólk komið til að njóta tónlistar. „Það þurfa allir að eiga einn Ásgeir í lífi sínu,“ sagði Sigga og ég held að allir hafi verið þakklátir. Ásgeir Guðmundsson leggur línurnar. Ekkert skvaldur og ekkert kjaftæði. Hingað er fólk komið til að njóta tónlistarinnar sagði Ásgeir. Enginn þorði að mótmæla, svo sem engin ástæða til.Hafliði Breiðfjörð Þegar maður er búinn að vökva sig, með góðum vinum uppi í sveit og hefur frá svo mörgu að segja, þá hjálpar að minna mann á að þegja á meðan tónleikum stendur. Svo er hægt að mala í framhaldinu fram á nótt. Sem vafalítið margir gerðu. Þá minnti hann á að útikamrarnir tveir, sívinsæll staður til að hanga á, væri ætlaður konunum. Karlar ættu að spræna úti á túni. Þó það nú væri! Pacman-pítur og pítsuvagn Einhverjir grilluðu sér steikur á kolagrillum við braggann en enn fleiri fengu sér pítsu í Pítsuvagninum sem var á svæðinu. Vagninn reka hjónin Björgvin Þór og Petrína og hafa gert árum saman. Petrína er systir fyrrnefnds Hafliða og lærði að baka pítsur hjá honum á hinum goðsagnakennda flatbökustað Pacman-pítsa á árum áður. Þau flakka um Suðurlandið í vagninum og baka gómsætar pítsur. Björgvin Þór og Petrína hafa bakað marga pítsuna í vel á annan áratug. Mestar líkur er að hitta á þau í Reykholti, Flúðum eða Borg í Grímsnesi. Hafliði Breiðfjörð Uppskriftin að sósunni er leyndarmál en margt hráefnið kemur úr sveitinni þar sem þau eru einnig með sláturhús. Það kom upp úr krafsinu að Hafliði bróðir hafði aðeins heimsótt systur sína einu sinni á nítján árum sem þau hafa búið í sveitinni! Hann fær mínus í kladdann fyrir það en mikinn plús fyrir að hafa staðið vaktina í pítsuvagninum og síðan vopnað sig myndavélunum og smellt af myndunum fínu sem fylgja þessari grein. „Ég segi bara svona“ Sigurður Guðmundsson söngvari greindi gestum frá því að tónleikastaðurinn væri heimili maríuerlu nokkurrar sem hafði flogið inn og út um braggann á meðan hljóðprufum stóð fyrr um daginn. Bragginn er galopinn í annan endann en á hinum er gluggi, með engri rúðu. Eins og listaverk fyrir aftan sveitina. Áður en tónleikunum lauk hafði maríuerlan boðið upp á flugsýningu fyrir aftan gluggann og fullkomnað listaverkið sem virtist málað eða varpað upp með myndvarpa, eins og Sigurður komst að orði. Landslagið út um gluggann var eins og málverk, og hreyfimynd þegar fuglarnir flögruðu fram hjá.Hafliði Breiðfjörð Um Verslunarmannahelgina fyrir tveimur árum var ball í Flatey þar sem GÓSS tróð upp. GÓSS er ekki ballsveit en GÓSS er stemmningssveit. Ballið var töluvert ólíkt hinu árlega SKE balli í Flatey en það var þó vel hægt að dilla sér og njóta, einstök hljómsveit á einstökum stað, Hótel Flatey. GÓSS er aftur á móti á heimavelli í Ásbrekku, og já bara hvar sem fólk vill slaka á og njóta. Komast í smá nostalgíu enda eru lögin mörg hver frá eldri og svart-hvítari tímum. Þannig heyrðust slagarar eftir Ómar Ragnarsson, frönsk útgáfa af My Way og sjálf Sólarsamba. Líklega spilaði sveitin tíu lög fyrir hlé og tíu eftir, en það var enginn að telja. Tónleikarnir með hléi stóðu í um tvo tíma sem var alveg passlegt fyrir undirritaðan. Ég hvorki sá né heyrði neinn væla yfir neinu. Þessir snjöllu tónleikagestir nutu sólarinnar og tónlistarinnar á sama tíma.Hafliði Breiðfjörð Sigurður spilaði að mig minnir tvö nýleg lög en hann gaf út plötu fyrir ekki svo löngu síðan. Fyrir ótrúlega tilviljun var hann með nokkur stykki af plötunni til sölu og minntist á það í bráðfyndinni og vandræðalegri framsögu. „Og svo er ég hérna og gæti áritað hana, eða eitthvað. Ég bara segi svona,“ sagði Sigurður og gestir hlógu. Vonandi nældu einhverjir sér í eintak. Hóta því að snúa aftur Sólin skein allt kvöldið og hreyfði varla vind. Yndislegt fyrir tónleikagesti en ekki síður flugurnar sem virðast vera að taka yfir Ísland. Sama hvort það heiti lúsmý eða annað. Ég sá bara eina konu með flugnanet og fannst það pínulítið yfirdrifið. En flugan er komin til að vera og í ljósi útbitinna landsmanna eftir helgina þá var þessi kona kannski bara algjörlega með þetta. Ásgeir Guðmundsson og Finnur landeigandi kveikja eld sem brann kátt í sveitakyrrðinni.Hafliði Breiðfjörð „Það vita allir hvað er að fara að gerast,“ sagði Sigurður að loknu uppklappi eftir síðasta lag. Síðasta lag er aldrei síðasta lag. Þetta veit fólk. Það fór vel á því að lokalagið var um tríó, sungið af tríói. Að baki tríóinu standa þó tveir menn til viðbótar, fyrrnefndur Ásgeir auk Steinþórs Helga Arnsteinssonar. Sá síðarnefndi átti eitt af mómentum kvöldsins þar sem hann stóð vaktina á barnum. Söngkona nokkur ætlaði að kaupa sér drykk á barnum en fékk í miðjum klíðum boð um hvítvínsglas frá öðrum tónleikagesti sem hún þáði. Skipti þá engum toga. Steinþór Helgi tók flöskuna, sem var langt komin, og tæmdi úr henni af stút áður en hellt var í glas söngkonunnar. Þarna átti ekki að missa viðskipti á barnum. Rétt er að taka fram að allir hlógu að uppátæki umboðsmannsins. Steinþór Helgi Arnsteinsson er umboðsmaður GÓSS, selur miða og drykki, gerir allt tilbúið og tekur til. Maður sem gengur í öll verk. Hafliði Breiðfjörð Að tónleikunum loknum var kveiktur varðeldur svo ekki minnkaði hlýr ylurinn í Ásbrekku. Fólk gerði sér leið upp á hæð til að virða fyrir sér Stóru-Laxá í kvöldsólinni. Labba hönd í hönd með ástinni sinni eða góðum vinum í sveitasælu. Það gerist ekki betra. Tónleikagestir í kvöldsólinni í Ásbrekku.Hafliði Breiðfjörð „Við hótum því að koma aftur að ári,“ sagði Sigurður á tónleikunum. Hljómsveitin þakkaði staðarhaldörum, þeim Evu og Finni, það oft fyrir gestrisnina að það er ekki ólíklegt að sveitin fái tækifæri til að standa við hótun sína. Á ferð og flugi, samt eiginlega bara ferð GÓSS spilaði í Skyrgerðinni í Hveragerði á fimmtudag, Ásbrekku á föstudag, Básum í Þórsmörk á laugardag og svo Midgard Base Camp á Hvolsvelli á sunnudag. Önnur fjögurra daga törn verður á Vestfjörðum um næstu helgi. Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði á fimmtudegi, Heydal í Ísafjarðardjúpi á föstudag, Vagninum Flateyri á laugardag og Í garðinum hjá Láru á Þingeyri á sunnudag. Miðar, ef einhverjir eru eftir, má finna á Tix.is. Tónlist Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Allir þurfa lágmark eitt svoleiðis kvöld á sumri, helst fleiri. Og það er ekki verra þegar Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson syngja ljúfa tóna, kveiktur er varðeldur og Guðmundur Óskar plokkar bassann eins og honum einum er lagið. Þúsundþjalasmiður með hatta og blæjubíl Undirritaður var svo heppinn að vera einn af tvö hundruð sem sóttu tónleika GÓSS í Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á föstudagskvöld. Aðdragandinn var stuttur, eins og svo oft áður. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolti.net og þúsundþjalasmiður, hafði boðið hatt að láni fyrir brúðkaup með hattaþema. Höfðinginn sem hann er skutlaði hattinum í vinnu undirritaðs á Suðurlandsbrautina og í umræðu um helgarplön minntist hann á tónleikana sem hann ætlaði að sækja. GÓSS og góð veðurspá? Fullkomin ástæða til að skella sér út úr bænum fyrstu helgina í júlí. Hafliði Breiðfjörð á Triumph Herald, árgerð 1963, sem hann notar heilmikið yfir sumarið. Vinur hans fékk bílinn lánaðan í brúðkaup á dögunum og Hafliði myndaði hjónin.Vísir/Vilhelm Það getur verið misjafnt hvernig maður er stemmdur síðdegis á föstudögum. Sú var tíðin að það var algjör undantekning að maður var ekki gíraður fyrir helgina. Djamm og djús, orkutankurinn fullur. Þennan föstudaginn var tankurinn hins vegar tómur og örlaði á pirringi. Engin augljós ástæða. Frúin minnir reyndar reglulega á mikilvægi svefnsins, réttilega. Það getur bara verið svo erfitt að leggja símann frá sér á kvöldin. Svo er maður stöðugt vælandi í krökkunum yfir símafíkninni. Gamla hræsnin. #Lífiðerljúft Eðlilega var bíll við bíl upp Ártúnsbrekkuna síðdegis föstudaginn 2. júlí. Það er ekki á hverjum degi sem spáin fyrir allt Ísland er sú sama, bongóblíða. Ef þú ert Íslendingur þá þarf að nýta sérhverja sólarstund og gera eitthvað magnað. Ef þú ert yngri en fimmtugur er nánast skrifað í lög að þú þarft að deila mynd af því á samfélagsmiðlum. Lífið er ljúft, #neveradullmoment og svo framvegis. Þessi mynd var sú fyrsta sem kom upp þegar ég leitaði undir myllumerkinu #neveradullmoment á Instagram. Þess vegna er hún hér. View this post on Instagram A post shared by John Daniel Dunn (@john_daniel_dunn) Það var ekkert ljúft við bílalestina út úr bænum, eftirvagnalestin væri kannski réttnefni - það er orðið vandræðalegt að vera á flakki á fólksbíl utanbæjar, eða löngu röðina í Bónus í Hveragerði. Eða þá staðreynd að maður getur ekki fengið kalda drykki í Vínbúðinni í Hveragerði. Það eru allavega ein rök fyrir að leyfa léttvín og bjór í verslunum. Hvítvínið og bjórinn væru í kæli. Krisp er veitingastaður sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en í morgunmatnum í vinnunni á föstudaginn. Selfyssingar mæltu með og fínt að prófa eitthvað annað en Kaffi krús, þann fína stað. Við þangað. Ekki skemmdi fyrir þegar ég hitti bekkjarsystur mína úr Landakoti sem rekur staðinn af myndarbrag. Ljúfur lax og sælkeraborgari runnu sína leið og orkustigið hækkaði. Úr að ofan Það eru örugglega 20 ár síðan ég beygði síðast inn á veginn inn í Þjórsárdal. Þá fórum við vinirnir í útilegu og heyrðum í fyrsta skipti minnst á Dabba nokkurn Grensás. Það var líka fyrstu helgina í júlí og ungmennafylleríið var í Þjórsárdal. Hvar það var núna veit ég ekki en meðalaldurinn í Ásbrekku var líklega í kringum fimmtíu árin. Fólk mætt í lopapeysunum sínum, margir með sama stílistann úr Farmers Market, til að njóta ljúfra tóna. Töfrandi tónleikastaður.Hafliði Breiðfjörð Aðkoman er ekki leiðinleg. Hlið sem minnir á búgarðinn í Dallas-þáttunum og augnabliki síðar birtist Guðmundur Óskar bassaleikari ber að ofan við hús á hægri hönd. Á vinstri hönd var búið að skreyta tréverk með ljósaperum. Við erum komin! Engir bílar samt og klukkutími í tónleika. Erum við fyrst? var fyrsta hugsun undirritaðs sem lagði bílnum og steig út bara til að komast að því að við áttum enn kílómetra í tónleikastaðinn. Þarna var hljómsveitin í góðu yfirlæti hjá landeigendum en það var aðeins upphitun í einkasamkvæmi. Áfram veginn fyrir kolsvartan almúgann. „Hvar er tjaldstæðið?“ kallaði einhver úr stuttri bílalest sem ég hafði teymt á rangan stað. „Í Árnesi“ kallaði Eva staðarhaldari af pallinum hjá sér. Já ok! Viðkomandi hafði reiknað með því að geta tjaldað í náttúrunni en ekki áttað sig á því að tónleikarnir fóru fram á einkalandi. Tjaldhælarnir yrðu að fara niður í Árnesi, sem er svo sem ekki langt í burtu. Dýr, kona og börn Við vorum ekki fyrst. Alls ekki. Örugglega fimmtíu bílum hafði verið lagt úti í móa og fólk með nestiskörfur að rölta áleiðis að fallegu bárujárnsrými sem einhvern tímann hefur eflaust verið hlaða. Þarna hélt GÓSS tónleika í fyrra og nú var komið að því að endurtaka leikinn. Guðmundur Óskar í GÓSS er greinilega handlaginn. Skiptir ekki máli hvort hamar eða bassi sé í hönd.Hafliði Breiðfjörð Það er alltaf gaman að skella sér á svona viðburði uppi í sveit. Það er gefið að maður muni hitta einhvern sem maður þekkir, lítið eða mikið. En þegar maður hittist á svona stöðum þá er spjallað, farið yfir veginn. Kærastan hitti gamlan vin sem hún hafði ekki séð í átján ár. Algjör kanameistari úr Verzló. Sá hafði horfið af yfirborði jarðar, þetta var fyrir Internet, en kom í ljós að uni hag sínum vel í sveitinni. Bjó svo til á næsta bæ. Er páfinn kaþólskur? var mögulegt svar þessa tónleikagestar þegar honum var boðið hvítvín.Hafliði Breiðfjörð „Ertu með dýr og svoleiðis?“ spurði kærastan forvitin. „Já, og konu og börn,“ svaraði gamli vinurinn að bragði og glotti. Fagnaðarfundir og ekki þeir einu þetta kvöldið. Þarna voru vinir og kunningjar úr ólíkum áttum, allir með von um yndislega kvöldstund í sveitinni og með það að markmiði að láta mýflugur á sveimi ekki trufla þau plön. Drykkur í hönd hjálpar og sólgleraugun sömuleiðis. Já, pirringurinn og orkuleysið í lok vinnudags voru á þessum tímapunkti gleymd og grafin. Sveitasælan hafði tekið völdin. Allir þurfa einn Ásgeir Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar mynda GÓSS, nafn sem er myndað úr upphafsstöfum liðsmanna. Ljúfir tónar lýsa vel þeirri stemmningu sem tríóið myndar en ekki síður hlý nærvera. Sigga Thorlacius á heima í sveitinni, þannig lagað séð. Hún býr náttúrulega í Reykjavík en er með hlýja nærveru eins og amma mín heitin. Yfirveguð, hógvær og hlý. Það smitar út frá sér á tónleikum sem þessum. Reyndar var fjórði maður sem sá til þess að allir gætu notið tónleikanna án of mikils skvaldurs. Ásgeir Guðmundsson kynnti sveitina til leiks bæði fyrir og eftir hlé. Hann var alveg skýr. Þetta væri ekki skvaldurkvöld heldur væri fólk komið til að njóta tónlistar. „Það þurfa allir að eiga einn Ásgeir í lífi sínu,“ sagði Sigga og ég held að allir hafi verið þakklátir. Ásgeir Guðmundsson leggur línurnar. Ekkert skvaldur og ekkert kjaftæði. Hingað er fólk komið til að njóta tónlistarinnar sagði Ásgeir. Enginn þorði að mótmæla, svo sem engin ástæða til.Hafliði Breiðfjörð Þegar maður er búinn að vökva sig, með góðum vinum uppi í sveit og hefur frá svo mörgu að segja, þá hjálpar að minna mann á að þegja á meðan tónleikum stendur. Svo er hægt að mala í framhaldinu fram á nótt. Sem vafalítið margir gerðu. Þá minnti hann á að útikamrarnir tveir, sívinsæll staður til að hanga á, væri ætlaður konunum. Karlar ættu að spræna úti á túni. Þó það nú væri! Pacman-pítur og pítsuvagn Einhverjir grilluðu sér steikur á kolagrillum við braggann en enn fleiri fengu sér pítsu í Pítsuvagninum sem var á svæðinu. Vagninn reka hjónin Björgvin Þór og Petrína og hafa gert árum saman. Petrína er systir fyrrnefnds Hafliða og lærði að baka pítsur hjá honum á hinum goðsagnakennda flatbökustað Pacman-pítsa á árum áður. Þau flakka um Suðurlandið í vagninum og baka gómsætar pítsur. Björgvin Þór og Petrína hafa bakað marga pítsuna í vel á annan áratug. Mestar líkur er að hitta á þau í Reykholti, Flúðum eða Borg í Grímsnesi. Hafliði Breiðfjörð Uppskriftin að sósunni er leyndarmál en margt hráefnið kemur úr sveitinni þar sem þau eru einnig með sláturhús. Það kom upp úr krafsinu að Hafliði bróðir hafði aðeins heimsótt systur sína einu sinni á nítján árum sem þau hafa búið í sveitinni! Hann fær mínus í kladdann fyrir það en mikinn plús fyrir að hafa staðið vaktina í pítsuvagninum og síðan vopnað sig myndavélunum og smellt af myndunum fínu sem fylgja þessari grein. „Ég segi bara svona“ Sigurður Guðmundsson söngvari greindi gestum frá því að tónleikastaðurinn væri heimili maríuerlu nokkurrar sem hafði flogið inn og út um braggann á meðan hljóðprufum stóð fyrr um daginn. Bragginn er galopinn í annan endann en á hinum er gluggi, með engri rúðu. Eins og listaverk fyrir aftan sveitina. Áður en tónleikunum lauk hafði maríuerlan boðið upp á flugsýningu fyrir aftan gluggann og fullkomnað listaverkið sem virtist málað eða varpað upp með myndvarpa, eins og Sigurður komst að orði. Landslagið út um gluggann var eins og málverk, og hreyfimynd þegar fuglarnir flögruðu fram hjá.Hafliði Breiðfjörð Um Verslunarmannahelgina fyrir tveimur árum var ball í Flatey þar sem GÓSS tróð upp. GÓSS er ekki ballsveit en GÓSS er stemmningssveit. Ballið var töluvert ólíkt hinu árlega SKE balli í Flatey en það var þó vel hægt að dilla sér og njóta, einstök hljómsveit á einstökum stað, Hótel Flatey. GÓSS er aftur á móti á heimavelli í Ásbrekku, og já bara hvar sem fólk vill slaka á og njóta. Komast í smá nostalgíu enda eru lögin mörg hver frá eldri og svart-hvítari tímum. Þannig heyrðust slagarar eftir Ómar Ragnarsson, frönsk útgáfa af My Way og sjálf Sólarsamba. Líklega spilaði sveitin tíu lög fyrir hlé og tíu eftir, en það var enginn að telja. Tónleikarnir með hléi stóðu í um tvo tíma sem var alveg passlegt fyrir undirritaðan. Ég hvorki sá né heyrði neinn væla yfir neinu. Þessir snjöllu tónleikagestir nutu sólarinnar og tónlistarinnar á sama tíma.Hafliði Breiðfjörð Sigurður spilaði að mig minnir tvö nýleg lög en hann gaf út plötu fyrir ekki svo löngu síðan. Fyrir ótrúlega tilviljun var hann með nokkur stykki af plötunni til sölu og minntist á það í bráðfyndinni og vandræðalegri framsögu. „Og svo er ég hérna og gæti áritað hana, eða eitthvað. Ég bara segi svona,“ sagði Sigurður og gestir hlógu. Vonandi nældu einhverjir sér í eintak. Hóta því að snúa aftur Sólin skein allt kvöldið og hreyfði varla vind. Yndislegt fyrir tónleikagesti en ekki síður flugurnar sem virðast vera að taka yfir Ísland. Sama hvort það heiti lúsmý eða annað. Ég sá bara eina konu með flugnanet og fannst það pínulítið yfirdrifið. En flugan er komin til að vera og í ljósi útbitinna landsmanna eftir helgina þá var þessi kona kannski bara algjörlega með þetta. Ásgeir Guðmundsson og Finnur landeigandi kveikja eld sem brann kátt í sveitakyrrðinni.Hafliði Breiðfjörð „Það vita allir hvað er að fara að gerast,“ sagði Sigurður að loknu uppklappi eftir síðasta lag. Síðasta lag er aldrei síðasta lag. Þetta veit fólk. Það fór vel á því að lokalagið var um tríó, sungið af tríói. Að baki tríóinu standa þó tveir menn til viðbótar, fyrrnefndur Ásgeir auk Steinþórs Helga Arnsteinssonar. Sá síðarnefndi átti eitt af mómentum kvöldsins þar sem hann stóð vaktina á barnum. Söngkona nokkur ætlaði að kaupa sér drykk á barnum en fékk í miðjum klíðum boð um hvítvínsglas frá öðrum tónleikagesti sem hún þáði. Skipti þá engum toga. Steinþór Helgi tók flöskuna, sem var langt komin, og tæmdi úr henni af stút áður en hellt var í glas söngkonunnar. Þarna átti ekki að missa viðskipti á barnum. Rétt er að taka fram að allir hlógu að uppátæki umboðsmannsins. Steinþór Helgi Arnsteinsson er umboðsmaður GÓSS, selur miða og drykki, gerir allt tilbúið og tekur til. Maður sem gengur í öll verk. Hafliði Breiðfjörð Að tónleikunum loknum var kveiktur varðeldur svo ekki minnkaði hlýr ylurinn í Ásbrekku. Fólk gerði sér leið upp á hæð til að virða fyrir sér Stóru-Laxá í kvöldsólinni. Labba hönd í hönd með ástinni sinni eða góðum vinum í sveitasælu. Það gerist ekki betra. Tónleikagestir í kvöldsólinni í Ásbrekku.Hafliði Breiðfjörð „Við hótum því að koma aftur að ári,“ sagði Sigurður á tónleikunum. Hljómsveitin þakkaði staðarhaldörum, þeim Evu og Finni, það oft fyrir gestrisnina að það er ekki ólíklegt að sveitin fái tækifæri til að standa við hótun sína. Á ferð og flugi, samt eiginlega bara ferð GÓSS spilaði í Skyrgerðinni í Hveragerði á fimmtudag, Ásbrekku á föstudag, Básum í Þórsmörk á laugardag og svo Midgard Base Camp á Hvolsvelli á sunnudag. Önnur fjögurra daga törn verður á Vestfjörðum um næstu helgi. Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði á fimmtudegi, Heydal í Ísafjarðardjúpi á föstudag, Vagninum Flateyri á laugardag og Í garðinum hjá Láru á Þingeyri á sunnudag. Miðar, ef einhverjir eru eftir, má finna á Tix.is.
Á ferð og flugi, samt eiginlega bara ferð GÓSS spilaði í Skyrgerðinni í Hveragerði á fimmtudag, Ásbrekku á föstudag, Básum í Þórsmörk á laugardag og svo Midgard Base Camp á Hvolsvelli á sunnudag. Önnur fjögurra daga törn verður á Vestfjörðum um næstu helgi. Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði á fimmtudegi, Heydal í Ísafjarðardjúpi á föstudag, Vagninum Flateyri á laugardag og Í garðinum hjá Láru á Þingeyri á sunnudag. Miðar, ef einhverjir eru eftir, má finna á Tix.is.
Tónlist Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira