Trúðu ekki sínum eigin Flamenco-augum á ferð um landið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 16:01 Hópurinn í sóttkví í Kjósinni eftir komuna til landsins. Þar var hægt að æfa á trépalli sem hentar vel fyrir Flamenco. Aðsend Reynir Hauksson gítarleikari segir spænska vini sína ekki hafa trúað eigin augum á ferðalagi sínu hringinn í kringum landið. Reynir og spænsku vinirnir eru á ferðalagi um landið til að hafa áhrif á fólk með Flamenco tónlist og dansi. Reynir er búsettur í Granada á Suður-Spáni og ætlaði að koma með sveitina til landsins í fyrra. Varla þarf að nefna hvers vegna það tókst ekki. Hann segir spænska vini sína hafa verið yfirspennta að láta verða af ævintýrinu í ár. „Kauptu bara miða fyrir okkur aðra leið. Vertu ekkert að pæla í fluginu til baka,“ hefur Reynir eftir vinum sínum sem þurftu allir sem einn að fara í þrjú Covid-19 próf til að komast til landsins. Hópurinn með hákarlaveiðimanni á Eskifirði.Aðsend „Í örfá skipti hafa spænskir Flamenco listamenn komið til Íslands. En þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund tónlistar fer hringinn,“ segir Reynir. Reynir spilar á gítar ásamt Jorge el Pisao, Jacób de Carmen syngur og Josué Heredia Cheito spilar á slagverk. Paco Fernández dansar en Flamenco er einstaklingsdans. „Tónlistarflóran er rík á Íslandi en það er lítið um Flamenco. Fólk veit varla hvað þetta er. Svo mætir fólk á sýningarnar okkar og segist ekki hafa vitað að neitt þessu líkt væri til í veröldinni. Þetta er svo öðruvísi og hefur mikil áhrif á fólk að sjá dansinn.“ Hópurinn tróð upp á Græna hattinum á Akureyri. Paco dansari er um leið slagverksleikari að sögn Reynis. „Hann dansar á plötu og er að stappa niður takta. Platan er í raun pallur sem við létum smíða. Á Spáni þarf ekki danspall því þar eru öll sviðin úr timbri. Hér á landi eru öll svið útbúin fyrir rokktónleika, með dúk sem dempar hljóðið,“ segir Reynir. Það gangi ekki í Flamenco. „Það er eins og að spila á gítar með vettlinga. Hópurinn rúntaði um landið á níu manna VW Caravellu og hefur troðið upp á Græna hattinum á Akureyri, Valhöll á Eskifirði og í félagsheimilinu á Borgarfirði eystri. Paco Fernández stillti sér upp við Jökulsárlón á seinni hluta hringferðarinnar.Aðsend „Það búa 100 manns á Borgarfirði eystri og það mættu 100 manns á tónleikana. Húsfyllir,“ segir Reynir. Strákarnir í bandinu séu í skýjunum. „Suður-Spánn er hálfgerð eyðimörk. Hérna er allt fullt af vatni. Dagurinn er allan daginn, það er engin nótt.“ Tónlistarmennirnir eru á launum hjá Reyni sem segist taka alla áhættuna af innflutningnum og tónleikaferðalaginu. Fram undan eru tónleikar í Gamla bíó í Reykjavík, Frystiklefanum Rifi, Hvanneyri Pub og Vestmannaeyjum. Þá er vel sótt dansnámskeið á Dansverkstæðinu á Hjarðarhaga í kvöld frá 18 til 21:30, tveir eins og hálfs tíma hópar. „Mætingin þar kom mér á óvart. Þetta er í fyrsta skipit sem dansari er fluttur inn til að halda Flamenco dansnámskeið,“ segir Reynir. Setur þó þann fyrirvara að spænskt fólk búsett hér á landi hafi staðið fyrir námskeiðum. Verkefni Reynis heitir Flamenco á Íslandi og fer nú fram í þriðja skiptið. Tilefnið er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljómplötunnar sem Reynir gaf út í fyrra. Dans Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Reynir er búsettur í Granada á Suður-Spáni og ætlaði að koma með sveitina til landsins í fyrra. Varla þarf að nefna hvers vegna það tókst ekki. Hann segir spænska vini sína hafa verið yfirspennta að láta verða af ævintýrinu í ár. „Kauptu bara miða fyrir okkur aðra leið. Vertu ekkert að pæla í fluginu til baka,“ hefur Reynir eftir vinum sínum sem þurftu allir sem einn að fara í þrjú Covid-19 próf til að komast til landsins. Hópurinn með hákarlaveiðimanni á Eskifirði.Aðsend „Í örfá skipti hafa spænskir Flamenco listamenn komið til Íslands. En þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund tónlistar fer hringinn,“ segir Reynir. Reynir spilar á gítar ásamt Jorge el Pisao, Jacób de Carmen syngur og Josué Heredia Cheito spilar á slagverk. Paco Fernández dansar en Flamenco er einstaklingsdans. „Tónlistarflóran er rík á Íslandi en það er lítið um Flamenco. Fólk veit varla hvað þetta er. Svo mætir fólk á sýningarnar okkar og segist ekki hafa vitað að neitt þessu líkt væri til í veröldinni. Þetta er svo öðruvísi og hefur mikil áhrif á fólk að sjá dansinn.“ Hópurinn tróð upp á Græna hattinum á Akureyri. Paco dansari er um leið slagverksleikari að sögn Reynis. „Hann dansar á plötu og er að stappa niður takta. Platan er í raun pallur sem við létum smíða. Á Spáni þarf ekki danspall því þar eru öll sviðin úr timbri. Hér á landi eru öll svið útbúin fyrir rokktónleika, með dúk sem dempar hljóðið,“ segir Reynir. Það gangi ekki í Flamenco. „Það er eins og að spila á gítar með vettlinga. Hópurinn rúntaði um landið á níu manna VW Caravellu og hefur troðið upp á Græna hattinum á Akureyri, Valhöll á Eskifirði og í félagsheimilinu á Borgarfirði eystri. Paco Fernández stillti sér upp við Jökulsárlón á seinni hluta hringferðarinnar.Aðsend „Það búa 100 manns á Borgarfirði eystri og það mættu 100 manns á tónleikana. Húsfyllir,“ segir Reynir. Strákarnir í bandinu séu í skýjunum. „Suður-Spánn er hálfgerð eyðimörk. Hérna er allt fullt af vatni. Dagurinn er allan daginn, það er engin nótt.“ Tónlistarmennirnir eru á launum hjá Reyni sem segist taka alla áhættuna af innflutningnum og tónleikaferðalaginu. Fram undan eru tónleikar í Gamla bíó í Reykjavík, Frystiklefanum Rifi, Hvanneyri Pub og Vestmannaeyjum. Þá er vel sótt dansnámskeið á Dansverkstæðinu á Hjarðarhaga í kvöld frá 18 til 21:30, tveir eins og hálfs tíma hópar. „Mætingin þar kom mér á óvart. Þetta er í fyrsta skipit sem dansari er fluttur inn til að halda Flamenco dansnámskeið,“ segir Reynir. Setur þó þann fyrirvara að spænskt fólk búsett hér á landi hafi staðið fyrir námskeiðum. Verkefni Reynis heitir Flamenco á Íslandi og fer nú fram í þriðja skiptið. Tilefnið er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljómplötunnar sem Reynir gaf út í fyrra.
Dans Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira