Heimilisofbeldi í Englandi eykst um 38 prósent þegar enska liðið tapar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 10:16 Úr herferð National Center for Domestic Violence. Blóðinu er smurt annig að það líkist enska fánanum. National Center for Domestic Violence Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta. Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“ Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“
Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01