Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 11:43 Jones birti myndband af sér spila tilfinningaþrunginn blús eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Vísir/Getty Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum. EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum.
EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira
Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01
Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45