Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:29 Vilhjálmur segir samtökin tilbúin til að leggja þeim einstaklingum, sem sviptir eru ökuréttindum að ósekju, lið. Vísir/Kristinn Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu. Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.” Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.”
Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira