Formúlu 1 ökuþór rændur eftir úrslitaleik EM og rándýru úri hans stolið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 07:30 Lando Norris hefur ekið fyrir McLaren í Formúlu 1 undanfarin þrjú ár. getty/Jure Makovec Formúlu 1 ökuþórinn Lando Norris var rændur eftir úrslitaleik EM á Wembley í fyrradag. Norris var á meðal áhorfenda á leik Englands og Ítalíu og sá Ítali verða Evrópumeistara eftir 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Þegar Norris var á leið af vellinum eftir leikinn var hann rændur af tveimur mönnum. Annar þeirra hélt honum meðan hinn reif af honum Richard Mille úr að verðmæti tæplega sjö milljóna króna. Samkvæmt talsmanni McLaren, liðsins sem Norris ekur fyrir í Formúlu 1, var ökuþórnum skiljanlega brugðið eftir atvikið. Hann slapp þó ómeiddur. Mikið gekk á á sunnudaginn og margir stuðningsmenn Englands létu ófriðlega. Fjöldi stuðningsmanna ruddist inn á Wembley þrátt fyrir að vera ekki með miða og öryggisgæslu á úrslitaleiknum var ábótavant. Hinn 21 árs Norris er á sínu þriðja tímabili í Formúlu 1. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra sem stendur. Norris hefur þrisvar sinnum komist á verðlaunapall á tímabilinu. Formúla EM 2020 í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Norris var á meðal áhorfenda á leik Englands og Ítalíu og sá Ítali verða Evrópumeistara eftir 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Þegar Norris var á leið af vellinum eftir leikinn var hann rændur af tveimur mönnum. Annar þeirra hélt honum meðan hinn reif af honum Richard Mille úr að verðmæti tæplega sjö milljóna króna. Samkvæmt talsmanni McLaren, liðsins sem Norris ekur fyrir í Formúlu 1, var ökuþórnum skiljanlega brugðið eftir atvikið. Hann slapp þó ómeiddur. Mikið gekk á á sunnudaginn og margir stuðningsmenn Englands létu ófriðlega. Fjöldi stuðningsmanna ruddist inn á Wembley þrátt fyrir að vera ekki með miða og öryggisgæslu á úrslitaleiknum var ábótavant. Hinn 21 árs Norris er á sínu þriðja tímabili í Formúlu 1. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra sem stendur. Norris hefur þrisvar sinnum komist á verðlaunapall á tímabilinu.
Formúla EM 2020 í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira