Mikið tekjutap að missa aðganginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:38 Valdimar Óskarsson er framkvæmdastjóri Syndis. Kristín Pétursdóttir er einn áhrifavaldanna sem lenti í klóm tölvuþrjótsins. Samsett Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“ Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“
Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira