Delaney hefur verið orðaður burt frá félaginu en hann er kominn til baka til Þýskalands eftir gott EM með Dönum.
Delaney er 29 ára en hann er í fríi sem stendur. Þegar hann kemur til baka til Þýskalands munu aðilarnir setjast niður.
Talið er að félagið vilji á milli tíu og fimmtán milljónir evra fyrir Danann en það vantar ekki áhugann.
Wolfsburg er sagt hafa áhuga á miðjumanninn sem og lið í ensku úrvalsdeildinni.
Hinir fjórir leikmennirnir sem eru til sölu eru þeir Nico Schulz, Julian Brandt, Marius Wolf og Roman Bürki.
Medie: Thomas Delaney er sat til salg #transferdk https://t.co/nnA3BewlkU
— tipsbladet.dk (@tipsbladet) July 14, 2021