Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Ása Ninna Pétursdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. júlí 2021 15:22 Instagram-reikningar Binna, Bassa og Birgittu hafa verið opnaðir aftur. Vísir Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. Fjöldi áhrifavalda varð fyrir barðinu á hakkaranum, þar á meðal Kristín Pétursdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Dóra Júlía og strákarnir í Æði svo fátt eitt sé nefnt. Hakkarinn, sem kallar sig kingsanchezx á Instagram hefur hótað fleirum en þeim, til dæmis kynlífstækjaversluninni Lovísu, Jóni Jónssyni tónlistarmanni og Katrínu Jakobsdóttur ef marka má Instagram-færslur hakkarans. Netþrjóturinn hefur krafist ýmislegs af þeim sem hann hefur beint spjótum sínum að og sagði Jón Þór Ágústsson, einn eigenda kynlífstækjaverslunarinnar Lovísu, í samtali við fréttastofu að hann hafi krafist upplýsinga um kaup viðskiptavina, ellegar hann myndi loka Instagram-aðgangi verslunarinnar. „Með svona verslun er þetta aðeins viðkvæmara en ef þú ert að kaupa þér varahluti í bílinn þinn og trúnaður við viðskiptavini er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega. Og ég held að hann geri sér alveg grein fyrir því, þannig að hann ræðst á veika hlekki,“ segir Jón Þór. „Ég veit svo ekki hvað hann hefði gert við þær upplýsingar hefði hann náð að hræða mann í það.“ Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, sagði í samtali við Vísi í fyrradag að það hafi verið áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Birgittu Líf frá því að reikningurinn hennar opnaði aftur. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Instagram-reikningar Binna Glee og Bassa Maraj opnuðu einnig. Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Fjöldi áhrifavalda varð fyrir barðinu á hakkaranum, þar á meðal Kristín Pétursdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Dóra Júlía og strákarnir í Æði svo fátt eitt sé nefnt. Hakkarinn, sem kallar sig kingsanchezx á Instagram hefur hótað fleirum en þeim, til dæmis kynlífstækjaversluninni Lovísu, Jóni Jónssyni tónlistarmanni og Katrínu Jakobsdóttur ef marka má Instagram-færslur hakkarans. Netþrjóturinn hefur krafist ýmislegs af þeim sem hann hefur beint spjótum sínum að og sagði Jón Þór Ágústsson, einn eigenda kynlífstækjaverslunarinnar Lovísu, í samtali við fréttastofu að hann hafi krafist upplýsinga um kaup viðskiptavina, ellegar hann myndi loka Instagram-aðgangi verslunarinnar. „Með svona verslun er þetta aðeins viðkvæmara en ef þú ert að kaupa þér varahluti í bílinn þinn og trúnaður við viðskiptavini er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega. Og ég held að hann geri sér alveg grein fyrir því, þannig að hann ræðst á veika hlekki,“ segir Jón Þór. „Ég veit svo ekki hvað hann hefði gert við þær upplýsingar hefði hann náð að hræða mann í það.“ Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, sagði í samtali við Vísi í fyrradag að það hafi verið áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Birgittu Líf frá því að reikningurinn hennar opnaði aftur. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Instagram-reikningar Binna Glee og Bassa Maraj opnuðu einnig.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38
Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37