Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 16:36 Leon Charles, yfirmaður lögreglunnar á Haítí. AP/Fernando Llano Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. Fundir mannanna fóru fram í Flórída og í Dóminíska lýðveldinu, samkvæmt frétt New York Times. Þeir eru sagðir tengja hina grunuðu saman. Yfirvöld á Haítí hafa meðal annars bendlað lækni af haítískum uppruna við morðið. Sá heitir Christian Emmanuel Sanon og hefur búið í Flórída í Bandaríkjunum. Lögreglustjóri Haítí sagði nýverið að Sanon hefði ætlað að steypa forsetanum af taka sér völd á Haítí. Engar útskýringar hafa þó verið veittar varðandi það hvernig Sanon, sem hefur aldrei verið kjörinn í neitt embætti, ætlaði sér að taka völd á Haítí. Þá þykir einnig óljóst hvernig hann á að hafa ráðið fleiri en tuttugu málaliða frá Kólumbíu, með tilliti til þess að hann lýsti yfir gjaldþroti árið 2013. Lögreglan á Haítí hefur sakað Walter Veintemilla, sem rekur lítið fjármálafyrirtæki í Flórída, um að fjármagna morðið. Eigandi öryggisfyrirtækis réði málaliðana Antonio Intriago, eigandi lítils öryggisfyrirtækis í Miami í Flórída, hefur einnig verið bendlaður við morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann er sakaður um að hafa ráðið fleiri en tuttugu fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu til að ráðast á heimili forsetans. Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er einnig í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á morði Moise. Tengslin milli þeirra grunuðu hafa hingað til verið mjög óljós. New York Times hefur þó eftir heimildarmönnum sínum úr öryggissveitum Haítí, leyniþjónustu Kólumbíu og frá fundargestum, að margir hinna grunuðu hafi fundað til að ræða framtíð Haítí eftir að Moise væri ekki lengur í embætti og þá átti Sanon að verða nýr forsætisráðherra. Í gær sagðist lögreglan eiga mynd af þeim Sanon, Intriago og Veintemilla sem á að hafa verið tekin í Dóminíska lýðveldinu. Með þeim á myndinni var James Solages, sem er Bandaríkjamaður af haítískum uppruna, sem sagður er hafa tekið þátt í árásinni á heimili forsetans. Fundargestir segjast aldrei hafa rætt morð Parnell Duverger, fyrrverandi prófessor í hagfræði, sótti tíu fundi, á Zoom og í persónu með Sanon. Þar sagðist sá síðarnefndi njóta stuðnings bandarískra stjórnmálamanna. Duverger ítrekaði þó í samtali við New York Times að á engum tímapunkti hefðu fundirnir snúist um mögulegt valdarán eða að myrða forseta Haítí. Þvert á móti hefðu þeir sem sóttu fundina búist við því að Moise myndi segja fljótt af sér. Annar maður sem sótti fundina staðhæfði sömuleiðis við blaðamenn NYT að þeir hefðu aldrei rætt það að myrða Moise. Minnisvarði hefur verið reistur við forsetahöll Haítí.AP/Matias Delacroix Ættingjar ræddu við blaðamenn Þá hafa blaðamenn rætt við ættingja málaliðanna frá Kólumbíu og nokkra málaliða sem voru ráðnir til að fara til Haítí en enduðu á því að fara ekki. Systir Duberney Capador, eins málaliða, segir að hann hafi fengið skilaboð frá öryggisfyrirtæki Intriago í apríl. Þar var hann beðinn um að mynda hóp fyrrverandi hermanna til að „vernda mikilvægt fólk á Haítí“. Capador, sem var meðal þeirra þriggja Kólumbíumanna sem dóu í skotbardaga við lögreglu, skrifaði skilaboð til annarra fyrrverandi hermanna á WhatsApp þar sem hann sagði að þeir ættu að hjálpa til við að tryggja öryggi og lýðræði á Haítí. Þeir myndu mögulega berjast við glæpamenn og verja mikilvæg innviði. Eiginkonur nokkra þeirra segja Capador hafa sagt að þeir nytu stuðnings bandarísks fyrirtækis og jafnvel bandarískra stjórnvalda. Þær segja hann einnig hafa lofað að greiða þeim 2.700 dali. Ættingjar mannanna segja þeim aldrei hafa greidd laun. Þegar málaliðarnir voru komnir til Haítí vörðu þeir hinsvegar mánuði fastir í húsi þar sem þeir stunduðu líkamsrækt, æfðu sig í ensku og gerðu ýmislegt annað, samkvæmt fjölskyldumeðlimum þeirra sem ræddu reglulega við þá. Lögregluþjónar að störfum í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí.AP/Matias Delacroix Notaði kreditkort til að borga fyrir flugmiða Um miðjan júní voru þeir kynntir fyrir spænskumælandi manni sem sagðist vera fulltrúi Worldwide Capital, sem er nafn fjármálafyrirtækis Veintemilla. Einn málaliðanna tók fundinn upp og þar kynnti spænskumælandi maðurinn málaliðana fyrir Solages, sem átti þá að vera alþjóðlegur fjárfestir sem átti að leiða endurreisn Haítí. Maðurinn sagði einnig að Worlwide Capital væri alþjóðlegt fyrirtæki sem hefði unnið með ríkisstjórnum víðsvegar um heiminn, eins og í Bandaríkjunum Spáni, Sómalíu og Írak. New York Times segir engin ummerki um að þetta sé í nokkru samræmi við raunveruleg umsvif Worldwide Capital og ekkert af þessu er nefnt á síðu fyrirtækisins. Þá á Intriago, eigandi öryggisfyrirtækisins sem réð málaliðana, langa sögu skulda, útburða og gjaldþrota. Lögreglan á Haítí segir að kreditkort fyrirtækisins hafi verið notað til að greiða fyrir nítján flugmiða frá Bógóta í Kólumbíu til Santó Dómingó og þeir miðar hafi verið fyrir málaliðana. Hegðun málaliðanna ekki í takt við morð AP hefur eftir Nelson Romero Velasquez, lögmanni og fyrrverandi hermanni, sem vinnur fyrir fjölskyldur málaliðanna, að þeir hafi allir verið í sérsveitum hers Kólumbíu og hefðu auðveldlega getað farið leynt um á Haítí, hefðu þeir ætlað sér það. Hegðun þeirra í aðdraganda morðs Moise sé alls ekki í takt við að þeir hafi ætlað sér það. „Þeir geta unnið í skugganum,“ sagði Romero Vealsquez. Árásin var gerð á einkaheimili Moise, ekki forsetahöll Haítí, og var hann skotinn til bana og jafnvel pyntaður og eigikona hans særð alvarlega. Enn er ekki vitað hver skaut forsetann. Haítí Kólumbía Tengdar fréttir Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. 10. júlí 2021 18:04 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Fundir mannanna fóru fram í Flórída og í Dóminíska lýðveldinu, samkvæmt frétt New York Times. Þeir eru sagðir tengja hina grunuðu saman. Yfirvöld á Haítí hafa meðal annars bendlað lækni af haítískum uppruna við morðið. Sá heitir Christian Emmanuel Sanon og hefur búið í Flórída í Bandaríkjunum. Lögreglustjóri Haítí sagði nýverið að Sanon hefði ætlað að steypa forsetanum af taka sér völd á Haítí. Engar útskýringar hafa þó verið veittar varðandi það hvernig Sanon, sem hefur aldrei verið kjörinn í neitt embætti, ætlaði sér að taka völd á Haítí. Þá þykir einnig óljóst hvernig hann á að hafa ráðið fleiri en tuttugu málaliða frá Kólumbíu, með tilliti til þess að hann lýsti yfir gjaldþroti árið 2013. Lögreglan á Haítí hefur sakað Walter Veintemilla, sem rekur lítið fjármálafyrirtæki í Flórída, um að fjármagna morðið. Eigandi öryggisfyrirtækis réði málaliðana Antonio Intriago, eigandi lítils öryggisfyrirtækis í Miami í Flórída, hefur einnig verið bendlaður við morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann er sakaður um að hafa ráðið fleiri en tuttugu fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu til að ráðast á heimili forsetans. Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er einnig í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á morði Moise. Tengslin milli þeirra grunuðu hafa hingað til verið mjög óljós. New York Times hefur þó eftir heimildarmönnum sínum úr öryggissveitum Haítí, leyniþjónustu Kólumbíu og frá fundargestum, að margir hinna grunuðu hafi fundað til að ræða framtíð Haítí eftir að Moise væri ekki lengur í embætti og þá átti Sanon að verða nýr forsætisráðherra. Í gær sagðist lögreglan eiga mynd af þeim Sanon, Intriago og Veintemilla sem á að hafa verið tekin í Dóminíska lýðveldinu. Með þeim á myndinni var James Solages, sem er Bandaríkjamaður af haítískum uppruna, sem sagður er hafa tekið þátt í árásinni á heimili forsetans. Fundargestir segjast aldrei hafa rætt morð Parnell Duverger, fyrrverandi prófessor í hagfræði, sótti tíu fundi, á Zoom og í persónu með Sanon. Þar sagðist sá síðarnefndi njóta stuðnings bandarískra stjórnmálamanna. Duverger ítrekaði þó í samtali við New York Times að á engum tímapunkti hefðu fundirnir snúist um mögulegt valdarán eða að myrða forseta Haítí. Þvert á móti hefðu þeir sem sóttu fundina búist við því að Moise myndi segja fljótt af sér. Annar maður sem sótti fundina staðhæfði sömuleiðis við blaðamenn NYT að þeir hefðu aldrei rætt það að myrða Moise. Minnisvarði hefur verið reistur við forsetahöll Haítí.AP/Matias Delacroix Ættingjar ræddu við blaðamenn Þá hafa blaðamenn rætt við ættingja málaliðanna frá Kólumbíu og nokkra málaliða sem voru ráðnir til að fara til Haítí en enduðu á því að fara ekki. Systir Duberney Capador, eins málaliða, segir að hann hafi fengið skilaboð frá öryggisfyrirtæki Intriago í apríl. Þar var hann beðinn um að mynda hóp fyrrverandi hermanna til að „vernda mikilvægt fólk á Haítí“. Capador, sem var meðal þeirra þriggja Kólumbíumanna sem dóu í skotbardaga við lögreglu, skrifaði skilaboð til annarra fyrrverandi hermanna á WhatsApp þar sem hann sagði að þeir ættu að hjálpa til við að tryggja öryggi og lýðræði á Haítí. Þeir myndu mögulega berjast við glæpamenn og verja mikilvæg innviði. Eiginkonur nokkra þeirra segja Capador hafa sagt að þeir nytu stuðnings bandarísks fyrirtækis og jafnvel bandarískra stjórnvalda. Þær segja hann einnig hafa lofað að greiða þeim 2.700 dali. Ættingjar mannanna segja þeim aldrei hafa greidd laun. Þegar málaliðarnir voru komnir til Haítí vörðu þeir hinsvegar mánuði fastir í húsi þar sem þeir stunduðu líkamsrækt, æfðu sig í ensku og gerðu ýmislegt annað, samkvæmt fjölskyldumeðlimum þeirra sem ræddu reglulega við þá. Lögregluþjónar að störfum í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí.AP/Matias Delacroix Notaði kreditkort til að borga fyrir flugmiða Um miðjan júní voru þeir kynntir fyrir spænskumælandi manni sem sagðist vera fulltrúi Worldwide Capital, sem er nafn fjármálafyrirtækis Veintemilla. Einn málaliðanna tók fundinn upp og þar kynnti spænskumælandi maðurinn málaliðana fyrir Solages, sem átti þá að vera alþjóðlegur fjárfestir sem átti að leiða endurreisn Haítí. Maðurinn sagði einnig að Worlwide Capital væri alþjóðlegt fyrirtæki sem hefði unnið með ríkisstjórnum víðsvegar um heiminn, eins og í Bandaríkjunum Spáni, Sómalíu og Írak. New York Times segir engin ummerki um að þetta sé í nokkru samræmi við raunveruleg umsvif Worldwide Capital og ekkert af þessu er nefnt á síðu fyrirtækisins. Þá á Intriago, eigandi öryggisfyrirtækisins sem réð málaliðana, langa sögu skulda, útburða og gjaldþrota. Lögreglan á Haítí segir að kreditkort fyrirtækisins hafi verið notað til að greiða fyrir nítján flugmiða frá Bógóta í Kólumbíu til Santó Dómingó og þeir miðar hafi verið fyrir málaliðana. Hegðun málaliðanna ekki í takt við morð AP hefur eftir Nelson Romero Velasquez, lögmanni og fyrrverandi hermanni, sem vinnur fyrir fjölskyldur málaliðanna, að þeir hafi allir verið í sérsveitum hers Kólumbíu og hefðu auðveldlega getað farið leynt um á Haítí, hefðu þeir ætlað sér það. Hegðun þeirra í aðdraganda morðs Moise sé alls ekki í takt við að þeir hafi ætlað sér það. „Þeir geta unnið í skugganum,“ sagði Romero Vealsquez. Árásin var gerð á einkaheimili Moise, ekki forsetahöll Haítí, og var hann skotinn til bana og jafnvel pyntaður og eigikona hans særð alvarlega. Enn er ekki vitað hver skaut forsetann.
Haítí Kólumbía Tengdar fréttir Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. 10. júlí 2021 18:04 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26
Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. 10. júlí 2021 18:04
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31