Bíó og sjónvarp

Antonio Banderas, Har­ri­son Ford og Pheobe Waller-Brid­ge í nýrri Indiana Jones

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mads Mikkelsen, Antonio Banderas og Phoebe Waller-Bridge fara með hlutverk í nýjustu Indiana Jones myndinni sem verður frumsýnd á næsta ári.
Mads Mikkelsen, Antonio Banderas og Phoebe Waller-Bridge fara með hlutverk í nýjustu Indiana Jones myndinni sem verður frumsýnd á næsta ári. Getty

Næsta ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones verður stjörnum prýtt en tilkynnt hefur verið að Antonio Banderas muni fara með hlutverk í næstu mynd, þeirri fimmtu í kvikmyndaseríunni.

Banderas er ekki sá eini sem gangast mun til liðs við fornleifafræðinginn en danski leikarinn Mads Mikkelsen og hin breska Pheobe Waller-Bridge, sem þekktust er fyrir leikritið Fleabag, munu fara með hlutverk í myndinni.

Ekkert hefur verið upplýst um hvaða hlutverk, eða hvers konar hlutverk Banderas fer með í myndinni og er söguþráður myndarinnar sveipaður dulu. Tökur standa nú yfir á Bretlandseyjum en óvíst er hvenær Banderas gangi til liðs við samstarfsmenn sína á setti.

Áætlað er að myndin verði frumsynd þann 29. júlí 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.