Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2021 14:36 Þingmennskan lætur vel við Þorsteinn Sæmundsson sem telur sig greinilega eiga ýmsu ólokið á Alþingi en afstaða hans, að neita að láta átakalaust af hendi oddvitasætið í Reykjavík suður, hefur hleypt öllu í bál og brand innan Miðflokksins. vísir/vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Viljinn greinir frá því að tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður um framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar hafi verið felld á félagsfundi í gærkvöldi. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, skipa í stað Þorsteins. Harðneitar að hætta Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessu og gekk í að smala samherjum sínum á fundinn og var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Að sögn Viljans sækist Þorsteinn eftir oddvitasætinu eftir sem áður en málið er í uppnámi. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Sem hann greinilega gerir ekki. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Einn Miðflokksmaður sem Vísir ræddi við lýsir þessu sem þvermóðsku og óvæntum bolabrögðum af hálfu Þorsteins. Formaður uppstillinganefndar er Guðlaugur Sverrisson en Vísi tókst ekki að ná tali af honum. Það sem er á milli þeirra Sigmundar er á milli þeirra Sigmundar (Uppfært 14:55) Þorsteinn sjálfur segist ekki geta lagt mat á það hvort menn eru óánægðir með hann; hann geti lítt tjáð sig um það. En Miðflokkurinn sé lýðræðisfylking og það hafi menn verið að nýta sér. „Ég á stuðningsmenn. Þeir voru ekki ánægðir með minn hlut og létu það í ljós á lýðræðislegum vettvangi. Það mun finnast farsæl lausn á þessu og við munum koma sterkari út úr þessu en áður. Sameinuð og allt í góðu.“ Þorsteinn segist spurður um hvort hann hafi rætt þessa stöðu við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson að þeir ræði oft saman og það sem þeir ræði sé þeirra á milli. En þú vilt ekki meina að þú sért með þessu að bregða fæti fyrir flokkinn í komandi kosningum? „Alls ekki. Stefnumál Miðflokksins eru ekki enn komin til umræðu en ég held að við munum koma mörgum á óvart með okkar kosningamálum. Þar munum við færa fram þessa djörfu skynsemishyggju sem við erum þekkt fyrir. Ég get ekki beðið eftir því að tala fyrir því, ég veit að það mun veita okkur gott brautargengi.“ Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Viljinn greinir frá því að tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður um framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar hafi verið felld á félagsfundi í gærkvöldi. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, skipa í stað Þorsteins. Harðneitar að hætta Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessu og gekk í að smala samherjum sínum á fundinn og var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Að sögn Viljans sækist Þorsteinn eftir oddvitasætinu eftir sem áður en málið er í uppnámi. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Sem hann greinilega gerir ekki. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Einn Miðflokksmaður sem Vísir ræddi við lýsir þessu sem þvermóðsku og óvæntum bolabrögðum af hálfu Þorsteins. Formaður uppstillinganefndar er Guðlaugur Sverrisson en Vísi tókst ekki að ná tali af honum. Það sem er á milli þeirra Sigmundar er á milli þeirra Sigmundar (Uppfært 14:55) Þorsteinn sjálfur segist ekki geta lagt mat á það hvort menn eru óánægðir með hann; hann geti lítt tjáð sig um það. En Miðflokkurinn sé lýðræðisfylking og það hafi menn verið að nýta sér. „Ég á stuðningsmenn. Þeir voru ekki ánægðir með minn hlut og létu það í ljós á lýðræðislegum vettvangi. Það mun finnast farsæl lausn á þessu og við munum koma sterkari út úr þessu en áður. Sameinuð og allt í góðu.“ Þorsteinn segist spurður um hvort hann hafi rætt þessa stöðu við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson að þeir ræði oft saman og það sem þeir ræði sé þeirra á milli. En þú vilt ekki meina að þú sért með þessu að bregða fæti fyrir flokkinn í komandi kosningum? „Alls ekki. Stefnumál Miðflokksins eru ekki enn komin til umræðu en ég held að við munum koma mörgum á óvart með okkar kosningamálum. Þar munum við færa fram þessa djörfu skynsemishyggju sem við erum þekkt fyrir. Ég get ekki beðið eftir því að tala fyrir því, ég veit að það mun veita okkur gott brautargengi.“
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50